ALCOA FJARÐAÁL

UMHVERFI

MANNAUÐUR

SAMFÉLAG

EFNAHAGUR OG VIRÐISKEÐJA

SAMFÉLAGSSKÝRSLA 2017

Skýrslan er byggð á staðlinum GRI Standards sem er fyrsti alþjóðlegi staðallinn um samfélagsábyrgð.

GRI - Yfirlitstafla

Alcoa Fjarðaál sf. gefur nú út samfélags­skýrslu í annað sinn og er Grænt bókhald félagsins einnig hluti af skýrslunni. Líkt og með fyrstu skýrsluna þá fylgir hún alþjóð­legum viðmiðum um samfélagsábyrgð og við­miðum Global Reoporting Initiative (GRI G4). GRI viðmiðin hafa nú verið uppfærð í staðla, GRI Standards og er skýrslan byggð á þeim staðli en hann er fyrsti alþjóð­legi staðallinn um sam­félags­ábyrgð. Með árlegri útgáfu á samfélags­skýrslu er félagið að auka gegn­sæi í starfsemi þess sem felst meðal annars í því að gera grein fyrir árangri, stöðu verkefna og tölu­legum upplýs­ingum um umhverfis­áhrif og mótvægis­aðgerðir auk áhrifa á samfélag, mannauð, efnahag og virðiskeðju.

Alcoa Fjarðaál vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð og hefur markað sér stefnu sem felst meðal annars í því að draga markvisst úr umhverfisáhrifum beint frá starfseminni og í gegnum virðiskeðju félagsins, hafa jákvæð áhrif á samfélagið og stuðla að jákvæðri uppbyggingu vinnustaðarins þar sem karlar og konur fá jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í starfi.

Alcoa Fjarðaál hefur verið aðili að Global Compact í gegn um móður­félagið frá árinu 2009 og skrif­aði félagið sjálft undir Jafn­réttis­sáttmála UN Women árið 2012. Félagið hefur einnig verið aðili að Festu, mið­stöð um samfélagsábyrgð frá árinu 2014 og er þátttakandi í lofts­lags­yfir­lýsingu Festu og Reykjavíkur­borgar sem felst í því að draga úr myndun úrgangs og gróðurhúsalofttegunda.

Tólf manna stýrihópur um samfélagsábyrgð hefur haldið utan um gerð skýrsl­unnar í sam­starfi við vott­aðan GRI ráð­gjafa. Efnis­tök skýrsl­­unnar hafa verið skil­greind miðað við bein tengsl starf­semi félagsins við um­hverfi og sam­félag og við niður­stöður sam­tala við helstu hags­muna­aðila félagsins og starfs­menn. Enn­fremur hafa starfs­menn verið hvattir til að taka þátt í mótun megin­mark­miða sam­félags­ábyrgðar fél­agsins. Þær mæl­ingar sem eru birtar í skýrsl­unni endur­spegla helstu snerti­fleti starf­sem­innar og flokk­ast niður í eftir­far­andi kafla: Mann­auð, virðis­keðju, efna­hag, sam­félag og um­hverfi. Stýri­hóp­urinn vinnur eftir þessum mála­flokkum en hóp­urinn saman­stendur af for­stjóra fyrir­tækisins og starfs­mönnum frá öllum ferlum þess. Að auki koma fjöl­margir starfs­menn stjórn-, stoð- og fram­leiðslu­ferla að því að taka saman upp­lýsingar í skýrsluna.

Alcoa Fjarðaál á í skilvirku sambandi við nærsamfélagið og vill stuðla að uppbyggingu á frjóu atvinnulífi og samfélaginu á Austurlandi.

Stefna Fjarðaáls í samfélagsábyrgð

Stefna Alcoa Fjarðaáls í samfélags­ábyrgð byggir á hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og alþjóðlegum mælikvörðum um samfélagsábyrgð. Stefnan hefur verið mótuð í sam­starfi við starfs­menn og hagsmuna­aðila og er endur­skoðuð reglulega. Stefnunni er ætlað að verða sam­ofin starfsemi og stefnumótun fél­agsins þannig að jafn­vægi náist til lengri tíma litið milli umhverfis-, efna­hags- og samfélags­legra þátta. Megin­áherslur stefnunnar endur­speglast meðal annars í mark­vissum aðgerðum í að draga úr umhverfis­áhrifum, tryggja öryggi og heilsu starfsfólks og efla jafnrétti innan fyrirtækisins, auk þess að vinna í nánu sambandi við nærsamfélagið og útvista verkefnum til verktaka.

Meginmarkmið

  • Hlutverk Alcoa Fjarðaáls er að fram­leiða gæðaál á öruggan, um­hverfis­vænan og hagkvæman hátt með sjálf­bærni að leiðarljósi.
  • Alcoa Fjarðaál á í skilvirku sambandi við nærsamfélagið og vill stuðla að uppbyggingu á frjóu atvinnulífi og samfélaginu á Austurlandi.
  • Alcoa Fjarðaál vill vera öðrum fyrir­tækjum fyrirmynd og hvatning til góðra verka í samfélagslegri ábyrgð.
  • Alcoa Fjarðaál hefur sett sér mark­mið í samfélags­ábyrgð byggð á alþjóðlegum staðli um samfélags­ábyrgð Global Reporting Initiative Standards (GRI Standards). Mark­miðum, verkefnum og kynningum á árangri verður komið á framfæri í samfélagsskýrslu sem verður gefin út árlega og verður aðgengilega á vefsíðu fyrirtækisins.

Mannauður

Í samræmi við gildi Alcoa Fjarðaáls; heilindi, árangur og umhyggju, eru almenn vel­ferð og öryggi og heilsa starfs­fólks ávallt í for­gangi. Alcoa Fjarðaál fylgir skýrri stefnu móður­fél­agsins í heilsu- og öryggis­málum, sem er yfir­farin og endur­skoðuð árlega. Alcoa Fjarðaál fylgir jafn­framt við­miðum Jafn­réttis­sátt­mála UN Women og UN Global Compact og vinnur mark­visst að því að auka jafn­rétti innan fyrir­tækisins. Alcoa Fjarðaál greiðir konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu og því til stað­fest­ingar fékk félagið jafn­launa­vottun árið 2017. Félagið styður mark­visst við mennt­un starfs­manna og hvetur konur jafnt sem karla til þátt­töku í öllum störfum. Í auglýs­inga- og kynningar­efni félags­ins er lögð áhersla á að sýna þann fjöl­breytta hóp sem starfar hjá fyrir­tækinu. Alcoa Fjarðaál er vottað af OHSAS 18001 heilsu og öryggis­stjórnunar­kerfinu og fá allir starfs­menn grunn­þjálfun í umhverfis-, heilsu-, og öryggis­málum.

Umhverfi

Alcoa Fjarðaál vinnur eftir stefnu móðurfélags Alcoa í umhverfis–, heilsu– og öryggis­málum þar sem mark­miðið er að bæta ávallt frammi­stöðu félags­ins í þeim efnum. Meng­unar­varnir álversins eru í sam­ræmi við bestu fáan­legu tækni til að lág­marka áhrif á um­hverfi. Unnið er mark­visst að því að draga úr nei­kvæðum um­hverfis­áhrif­um frá starf­semi álvers­ins í Reyðar­firði. Fyrirtækið fylgir ISO 14001:2015 umhverfisstjórnunarkerfinu og hlaut vottun frá Bureau Veritas í samræmi við nýjustu uppfærslu þess í lok árs 2017.

Efnahagur og virðiskeðja

Megináhersla í samfélagsábyrgð Alcoa Fjarðaáls er að styðja við upp­bygg­ingu atvinnu­lífs á Austurlandi, þess vegna býður félagið út stoð­þjón­ustu til fyrir­tækja í nærsam­félaginu. Meðal áherslumála Alcoa Fjarðaáls er að taka ábyrgð á virðis­keðju sinni og gerir félagið strangar kröfur til birgja og þjónustuaðila hvað viðkemur umhverfis-, heilsu- og öryggismálum. Birgjar verða jafn­framt að uppfylla kröfur um samfélagsábyrgð auk þess að vera samkeppnishæfir í verði og þjónustu.

Samfélag

Alcoa Fjarðaál leggur mikla áherslu á opið og virkt sam­tal við nær­sam­félagið. Fél­agið telur að for­senda þess að treysta hag hlut­hafa og hags­muna­aðila liggi í góðum og gegn­sæjum stjórnar­háttum. Alcoa Fjarðaál á í nánu sam­starfi við hags­muna­aðila varðandi upp­bygg­ingu innviða sam­félags­ins, sem snerta til að mynda sam­göngur, nýsköpun, mennta- og félags­mál. Þar að auki leggja félagið og sam­félags­sjóður Alcoa fé til mikilvægra málefna, menningarviðburða og verkefna á Austurlandi. Fjarðaál leggur áherslu á að vera virkur þátttakandi í að byggja upp sjálfbært samfélag á Austurlandi.

ÁVARP FORSTJÓRA

Fjarðaál vill vera öðrum fyrir­tækj­um fyrirmynd í jafn­réttis­mál­um og vald­efl­ingu kvenna.