Ávarp forstjóra

Ágæti lesandi.

Á þeim ríflega tveimur árum sem hafa liðið frá því að fyrirtækið hóf markvissa inn­leiðingu á stefnu um sam­félags­ábyrgð hefur mikið vatn runnið til sjávar en skýrslu­gerðin sjálf og inn­leiðing GRI mæli­kvarða er við­bót við gæða­stýr­ingu fyrir­tæk­isins. Með mark­vissri kort­lagn­ingu á efnis­tökum skýrsl­unnar höfum við gert okkur betur grein fyrir snerti­flötum starf­sem­innar við sam­félagið. Við hjá Fjarða­áli gerum okkur grein fyrir mikil­vægi fyrir­mynda í sam­félaginu og með aukinni áherslu á samfélagsábyrgð og nánu sambandi við nærsamfélagið viljum við hvetja önnur fyrirtæki til góðra verka með sjálfbærni að leiðarljósi.

Framtíðarsýn Fjarðaáls felst í því að framleiða gæðaál og á sama tíma að styðja við stoðir samfélagsins á Austurlandi. Frá stofnun hefur fyrir­tækið ávallt unnið mark­visst að því að draga úr um­hverfis­áhrifum starfseminnar og lagað starfsemi fyrirtækisins að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Fjarðaál er knúið áfram með endur­nýjan­legri orku og mark­visst er dregið úr um­hverfis­áhrifum starf­sem­innar til dæmis með að­ferðum sem byggja á ný­sköpun og mót­vægis­aðgerð­um. Fyrir­tækið náði mjög góðum árangri í umhverfismálum og rekstri á síðasta ári. Fjarðaál skipar sér í hóp fimm bestu álvera í heimi hvað varðar losun flúors og er vel innan þeirra starfs­leyfis­marka sem sett eru af Umhverfis­stofnun. Þá lækkaði losun svokallaðra PFC gróður­húsa­loft­tegunda um 20% frá fyrra ári þrátt fyrir aukn­ingu í ál­fram­leiðslu á milli áranna 2016 og 2017.

Fjarðaál vill vera öðrum fyrir­tækj­um fyrir­mynd í jafn­réttis­mál­um og vald­efl­ingu kvenna.

Fjarðaál vill vera öðrum fyrir­tækj­um fyrir­mynd í jafn­réttis­mál­um og vald­efl­ingu kvenna. Fél­agið fylgir við­miðum Jafn­réttis­sátt­mála UN Women og UN Global Compact. Félagið greiðir konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu og á árinu var það staðfest með jafn­launa­vottun vel­ferða­ráðu­neytis­ins en Fjarðaál var fyrsta stór­fyrir­tækið hér á landi til að hljóta þá vottun. Fjarðaál styður mark­visst við menntun starfs­manna og hvetur konur og karla til þátt­töku í öllum störf­um. Mennta­stefna fyrir­tækis­ins var verðlaunuð af Sam­tökum atvinnu­lífsins á síðast­liðnu ári þegar Fjarðaál hlaut Mennta­verðlaun atvinnu­lífsins. Fjarðaál vill stuðla að því að skapa gott jafnvægi milli vinnu og einka­lífs starf­smanna og hefur sniðið vakta­kerfi fyrir­tækisins að þeirri stefnu. Starfsmenn hafa tekið þessum breytingum vel og það merkjum við meðal annars í aukinni helgun sem mæld er á hverju ári í vinnustaðagreiningu.

Fjarðaál er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Á síðastliðnu ári flutti fél­agið út vörur fyrir 81 milljarð króna og þar af urðu 36% eftir í land­inu. Þá greiddi fyrir­tækið einn milljarð króna í skatta og opin­ber gjöld á Íslandi. Árlega styður Fjarðaál ýmiss sam­félags­verk­efni og á síðastliðnu ári var úthlutað um 130 milljónum króna til samfélags- og menningarmála.

Fjarðaál fagnaði 10 ára afmæli sínu á árinu 2017 og það var ánægjulegt að sjá hve margir íbúar Austurlands tóku þátt í að halda upp á þessi tímamót. Fyrirtækið og starfsmannafélagið Sómi stóðu saman að afmælisveislu í álverinu í ágúst þar sem boðið var upp á skemmti­atriði og góðan mat. Auk þess opnuðum við dyrnar á vinnu­staðn­um fyrir gesti og gang­andi en það var ein­stak­lega gaman að sjá hvað börn­unum þótti gaman að skoða þennan stóra vinnustað. Mörg þeirra voru að upplifa það að sjá vinnu­stað mömmu og/eða pabba í fyrsta skipti.

Samfélagsskýrslan er nú í fyrsta sinn aðgengileg á vefsíðu fyrirtækisins en það er liður í því að auka aðgengi að upplýsingum um samfélagsábyrgð og starfsemi félagsins.

Magnús Þór Ásmundsson