Efnahagur og virðiskeðja

Megináherslan í samfélagsábyrgð Alcoa Fjarðaáls er að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál býður út ýmsa stoðþjónustu til annarra fyrirtækja og gerir þeim þannig kleift að byggja upp starfsemi sína á svæðinu. Fyrirtækið hvetur viðskiptavini, birgja og þjónustuaðila til aukinnar samfélagslegrar ábyrgðar og er með ákvæði þess efnis í samstarfssamningum við birgja. Alcoa Fjarðaál tekur tillit til umhverfisstefnu birgja og þjónustuaðila sem fyrirtækið á viðskipti við.

Í kerskálum Alcoa Fjarðaáls eru 336 ker sem framleiða ál. Þau eru endurnýjuð á 5-7 ára fresti. Á árinu 2022 voru að meðaltali um 315 ker í rekstri. Framleiðslan var um 332 þúsund tonn sem er aukning frá fyrra ári en nokkuð minna en framleiðslugeta verksmiðjunnar er. Áætlanir gera ráð fyrir að öll ker verði í rekstri snemma á árinu 2023 en mikil endurfóðrun kerja hefur staðið yfir síðustu ár til að koma þeim öllum í rekstur.

Alcoa Fjarðaál sf. selur alla framleiðslu félagsins til sölufyrirtækis í Hollandi sem er eigu Alcoa Corporation. Megnið af framleiðsluvörum fyrirtækisins fer síðan til evrópskra viðskiptavina. Súrálskaup Alcoa Fjarðaáls á árinu 2022 voru eingöngu frá súrálsframleiðslu í Ástralíu (Alcoa of Australia-Alumina). Forskaut félagsins eru framleidd í Mosjøen í Noregi hjá Alcoa Norway ANS sem er í eigu Alcoa Corp. Viðskiptasamningar milli tengdra félaga eru sambærilegir og við ótengd félög í samræmi við fjárfestingasamning íslenska ríkisins og Alcoa.

Útflutningsverðmæti Alcoa Fjarðaáls á árinu 2022 nam 143 milljörðum íslenskra króna (1.054 M USD) og af þeim tekjum urðu um 30% eftir í landinu, eða um 43 milljarðar króna, í formi opinberra gjalda, launa og innkaupa frá innlendum birgjum á vöru og þjónustu. Launagreiðslur ásamt launatengdum gjöldum námu tæpum 8 milljörðum íslenskra króna.

Alcoa skilar verðmætum til samfélagsins með ýmsum hætti, meðal annars í formi skattgreiðslna en félagið greiddi 1,3  milljarð króna í skatta og opinber gjöld á Íslandi árið 20221. Fjárfesting Alcoa Fjarðaáls á sínum tíma var ein sú mesta sem um getur í Íslandssögunni en hún nam um 230 milljörðum króna.

Árið 2003 var undirritaður fjárfestingarsamningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcoa Inc. Samningurinn byggir á lögum nr. 12/2003 um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði sem samþykkt voru frá Alþingi 11. mars það ár. Samningurinn er opinber og öllum aðgengilegur á vef Alþingis. Alcoa Fjarðaál hefur alla tíð starfað í samræmi við fjárfestingarsamninginn og almenn lög sem gilda í landinu. Í lok árs 2018 var fjármögnun Alcoa á Íslandi endurskoðuð af móðurfélaginu. Eigið fé fyrirtækisins var aukið um 1.169 milljónir dollara og var það nýtt til að greiða niður skuld Alcoa á Íslandi við móðurfélagið um samsvarandi upphæð. Með þessari aðgerð og lægra vaxtarstigi drógust vaxtagjöld saman úr 75 milljón bandaríkjadala árið 2018 í 24 milljón Bandaríkjadala árið 2022.

Eins og sjá má á mynd 18 var afkoma fyrirtækisins árið 2022 góð ekki síst vegna góðra aðstæðna á álmörkuðum fyrri hluta ársins.

Alcoa Fjarðaál hefur mikil og jákvæð áhrif á íslenskan efnahag með öflun gjaldeyristekna, innkaupum á innlendri vöru og þjónustu, greiðslu skatta og opinberra gjalda, sköpun fjölmargra vel launaðra starfa og almennum og víðtækum stuðningi við samfélagið á Austurlandi.

Lykiltölur

Útflutningsverðmæti Alcoa Fjarðaáls á árinu 2022 nam 143 milljörðum íslenskra króna (1.054 M USD) og af þeim tekjum urðu um 30% eftir í landinu, eða um 43 milljarðar króna, í formi opinberra gjalda, launa og innkaupa frá innlendum birgjum á vöru og þjónustu. Launagreiðslur ásamt launatengdum gjöldum námu tæpum 8 milljörðum íslenskra króna.

Alcoa skilar verðmætum til samfélagsins með ýmsum hætti, meðal annars í formi skattgreiðslna en félagið greiddi 1,3  milljarð króna í skatta og opinber gjöld á Íslandi árið 20221. Fjárfesting Alcoa Fjarðaáls á sínum tíma var ein sú mesta sem um getur í Íslandssögunni en hún nam um 230 milljörðum króna.

Samstarf við birgja

Alcoa leggur áherslu á að stunda viðskipti á siðferðilegan og samfélagsvænan hátt í anda sjálfbærrar þróunar og hefur sömu væntingar til þeirra fyrirtækja sem skipt er við. Til að tryggja að þessari grundvallarreglu sé fylgt eftir er fyrirtækið félagi í TRACE eftirlitskerfinu, sem rekið er af TRACE International. TRACE nýtir skilvirkar aðferðir til að framkvæma áreiðanleikakönnun til grunnviðmiðunar á kerfisbundinn hátt með því að safna upplýsingum frá fyrirtækjum um allan heim. TRACE ber þær upplýsingar saman við válista sem stjórnvöld ýmissa landa og alþjóðastofnanir hafa komið sér upp. Gerð er krafa um að ákveðnir birgjar séu skráðir í þetta kerfi. Ekki hafa komið upp athugasemdir vegna birgja Fjarðaáls.

Alcoa hefur einnig valið fyrirtækið EcoVadis CSR til samtarfs. EcoVadis er sérhæft á sviði samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja og hefur innleitt rafræn kerfi til að auka gegnsæi, staðla skýrslugerð og auðvelda frammistöðuprófun og ferlaumbætur sem draga úr vinnuálagi vegna samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja með því að gera þeim kleift að deila stigaspjaldi sínu með viðskiptavinum sínum.

Sérstakur forvalsgrunnur er notaður við val á birgjum sem vinna innan lóðar Alcoa Fjarðaáls, en nýir birgjar þurfa að svara spurningum samkvæmt birgjastaðli Alcoa. Á þeim forsendum er tekin ákvörðun hvort birgjar teljast hæfir til samstarfs. Lögð er áhersla á fylgni við gildandi lög og reglugerðir og ábyrgð í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum. Einnig er gerð krafa um að umsækjendur svari spurningum varðandi spillingu og að vinnuréttindi starfsfólks séu virt. Alcoa Fjarðaál hefur þurft að hafna tveimur innlendum birgjum frá upphafi, sem ekki uppfylltu þær kröfur sem gerðar eru. Þær koma m.a. inn á öryggisþætti, líkt og slysatíðni og öryggismenningu.

Krafa er gerð um að fyrirtæki sem vinna fyrir Alcoa Fjarðaál uppfylli ákvæði kjarasamnings við stéttarfélög og gildir það jafnt um verktaka sem og þeirra undirverktaka. Einstaklingar verða að hafa náð 18 ára aldri til að fá að vinna á svæðinu.

Fyrirtækið á í reglubundnum samskiptum við birgja og hvetur þá til góðra verka í samfélags- og umhverfismálum og veitir leiðsögn ef svo ber undir. Jafnframt hvetur fyrirtækið starfsmenn birgja og verktaka að taka þátt í sjálfboðaliðaverkefnum á vegum fyrirtækisins.

Þróun skuldar við móðurfélag, vaxtagjöld og afkoma án vaxta (atoi)

Samfélagsmarkmið og árangur

Birta ársreikning með hlut­deildar­aðferð, sem líkja má við sam­stæðu­reikning. Tilgangurinn er að bæta gegnsæi í fjármála­upplýsingum fyrirtækisins.

Ársreikningur var birtur með hlutdeildaraðferð, sem líkja má við samstæðureikning.

Stefnt er að því að 100% af rekstrar­vöru sem keypt er inn á skrif­stofur séu umhverfis­vottaður.

Stærstur hluti rekstrarvara fyrir skrifstofur er umhverfisvottaður eða 75%, og markmiðinu því ekki náð. Áfram verður unnið að því að skipta út þeim vörum sem ekki flokkast undir það.

Notkun á einnota drykkjar­málum verði alfarið hætt þar sem því er viðkomið og umhverfisvænni kostur valinn í stað plastglasa.

Dreifingu plastglasa hefur verið hætt á kaffistofum þar sem aðstæður leyfa að annað sé notað.  Áfram verður unnið að því að útrýma notkun einnota drykkjarmála.

Að sett verði í samninga við stærstu birgja Alcoa Fjarðaáls ákvæði um mark­mið að lækkuðu kolefnisfótspori.

Stefnt er að því að þetta ákvæði verði komið inn í alla samninga við birgja árið 2020.

Samningar við birgja sem annast flutninga fyrir Fjarðaál verða endurnýjaðir og sett verður inn ákvæði þess efnis að birgjar dragi markvisst úr kolefnislosun. Losun skuli minnka um 5% á fyrsta ári en 10% á öðru og þriðja ári.

Staðið að hluta. Hagkvæmari skip eru nú notuð til flutninga eftir endurnýjun skipa hjá flutningsaðila.

Fjarðaál mun einvörðungu kaupa timbur (bretti og annað notað undir útflutningsvörur) frá vottuðum aðilum.

Staðið. Tryggt hefur verið með samningum að birgjar sem útvega timbur þurfa nú að sýna fram á vottun.

Stefnt verður að því að hlutfall virðisaukandi vöru (vírs og melmis) aukist um 4,5% miðað við árið 2018.

Sökum lakari málmgæða vegna óstöðugleika í rekstri reyndist ekki mögulegt að standa við markmið um aukna virðisaukandi framleiðslu.

Standast vottun á IATF:16949 gæðastaðli á árinu

Stóðst ekki árið 2020 þar sem ákveðið var að fresta þessari innleiðingu um eitt ár vegna COVID-19.

Endurvinna innanhúss aukið magn af þekjuefni frá kerskála

Stóðst, endurvinnsla á kjallaraefni þrefaldaðist milli ára og fór úr 1.671 tonnum árið 2019 í 4.877 tonn árið 2020.

Vinna í því að minnka aðföng sem koma með flugi og nýta meira skipasamgöngur til að draga úr kolefnisfótspori.

Markvisst var unnið að þessu markmiði og aðföng eingöngu fengin með flugi í neyðartilvikum.

Ná og viðhalda stöðugleika í rekstri og auka þannig framleiðslu á vörum frá Fjarðaáli um 10 þúsund tonn milli ára.

Markmið stóðst að hluta þar sem stöðugleiki náðist í rekstri en framleiðslumagn jókst ekki milli ára. 

Vera með öll 336 rafgreiningarkerin í rekstri í lok árs

Stóðst ekki þar sem ákveðið var að fara í mun hraðari endurfóðrun kera en áður var áætlað

Bæta straumnýtni milli ára úr 93,1% í 93,6%

Markmið stóðst

Auka virðisaukandi framleiðslu um 22%

Markmið stóðst þar sem virðisaukandi framleiðsla jókst um 24% milli ára. 

Endurfóðra ofna fyrir víravél

Stóðst ekki þar sem ákveðið var að fresta verkefninu

Fylgja eftir verkefni um nýja kerhönnun og stærri skaut

Markmið stóðst og áfram verður unnið í verkefninu

Ná fullri framleiðslugetu í kerskála á ný

Markmiðið náðist í febrúar 2023

Efnahagskaflann má finna á bls. 53 – 56.