ALCOA FJARÐAÁL

UMHVERFI

MANNAUÐUR

SAMFÉLAG

EFNAHAGUR OG VIRÐISKEÐJA

EFNAHAGUR OG VIRÐISKEÐJA

MARKMIÐ

2017
2018
Stefnt er að því að 80% af innkaupum á hreinsiefnum og almennum skrifstofuvörum séu umhverfisvottaðar.
Á árinu 2017 voru um 60% af inn­keyptum skrif­stofu­vörum umhverfis­vottaðar. 100% hreinsi­efna sem notuð eru á skrifstofusvæðum eru umhverfisvottuð.
Fyrirtækið hyggst í sam­starfi og sam­vinnu við rekstrar­aðila mötu­neytis, vinna að um­hverfis­vottun (Svans­merkingu) á starf­semi mötu­neyt­isins í álverinu.
Svansvottun var ekki inn­leidd á árinu, en í lok árs 2017 hófst vinna við undirbúning að innleiðingu í sam­starfi við rekstraraðila mötuneytis.
Birta ársreikning með hlut­deildar­aðferð, sem líkja má við sam­stæðu­reikning. Tilgangurinn er að bæta gegnsæi í fjármála­upplýsingum fyrirtækisins.
Stefnt er að því að 100% af rekstrar­vöru sem keypt er inn á skrif­stofur séu umhverfis­vottaðar
Notkun á einnota drykkjar­málum verði alfarið hætt þar sem því er viðkomið og umhverfisvænni kostur valinn í stað plastglasa sem eru í notkun nú.
Að sett verði í samninga við stærstu birgja Alcoa Fjarðaáls ákvæði um mark­mið að lækkuðu kolefnisfótspori.

Megináhersla í samfélagsábyrgð Alcoa Fjarðaáls er að stuðla að upp­byggingu atvinnulífs á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál býður út ýmsa stoð­þjónustu til annarra fyrir­tækja og gerir þeim þannig kleift að byggja upp starf­semi sína á svæð­inu. Félagið hvetur við­skipta­vini, birgja og þjónustu­aðila, til auk­innar sam­félags­legrar ábyrgðar. Alcoa Fjarðaál tekur tillit til umhverfis­stefnu birgja og þjón­ustu­aðila sem félagið á við­skipti við.

Lykiltölur

Útflutningsverðmæti félagsins á árinu 2017 voru 81 milljarður króna og af þeim tekjum urðu um 36% eftir í landinu, eða um 29 milljarðar króna, í formi opinberra gjalda, launa og innkaupa frá innlendum birgjum á vöru og þjónustu. Launagreiðslur ásamt launatengdum gjöldum námu tæpum 7 milljörðum ísl­enskra króna.

Alcoa skilar verðmætum til sam­félags­ins með ýmsum hætti meðal annars í formi skatt­greiðslna en félagið greiddi 1 millj­arð króna í skatta og opinber gjöld* á Íslandi árið 2017. Fjár­festing Alcoa í Fjarðaáli var ein sú dýrasta sem um getur í Íslands­sögunni en hún nam um 230 milljörðum króna. Það er eðli fjár­fest­ingar af slíkri stærðar­gráðu að hagn­aður af starf­semi fyrstu árin verður ekki mikill, ef nokkur, vegna mikilla afskrifta og hás fjármagns­kostnaðar.

Til að styrkja samkeppnishæfni fyrir­tækis­ins og til að mæta aðstæð­um um hækkun launa­kostn­aðar á Íslandi, er unnið að stöðugum umbótum til að bæta framleiðni. Á árinu 2017 voru vinnustundir á hvert fram­leitt tonn af áli 1,19 saman­borið við 1,29 árið 2016.

Fjarðaál hefur farið í viðamiklar fjár­fest­ingar til að hækka straum á kerlínu. Tilgang­ur­inn er að bæta fram­­leiðni og þar með sam­keppnis­hæfni.­ Á árinu 2017 var meðal­straumur á ker­línu 382 kA. Straumur í lok árs 2017 var 385 kA.

*Opinber gjöld innihalda fasteignagjöld, vatnsskatt, gjöld til hafnarsjóða og tryggingagjöld.

Fjármögnun fyrirtækisins

Árið 2003 var undirritaður fjárfest­ingarsamningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcoa. Samningurinn byggir á lögum 12/2003 um heim­ild til samninga um álverk­smiðju í Reyðar­firði sem sam­þykkt voru frá Alþingi 11. mars það ár. Samn­ingurinn er opinber og öllum að­geng­ilegur á vef Alþingis. Fjarðaál hefur alla tíð starfað í sam­ræmi við fjár­festingar­samn­inginn og almenn lög sem gilda í landinu.

Alcoa Fjarðaál hefur ætíð leitast við að há­marka arð­semi fjár­festingar­innar á Íslandi til að tryggja stöðug­leika í rekstrinum til langs tíma. Með stöðugum umbótum, með það að markmiði að tryggja sam­keppnishæfni verk­smiðjunnar mun félagið skila auknum arði til samfélagsins og tryggja stöðug­leika í nær­samfélaginu til lengri tíma. Alcoa Fjarðaál sf. var í hópi fyrir­myndar­fyrirtækja í úttekt Credit Info árið 2017 og 2016.

Samstarf við birgja

Alcoa leggur mikla áherslu á heil­indi og gegnsæi. Til að tryggja að þessari grund­vallar­reglu sé fylgt er fyrir­tækið félagi í TRACE eftirlitskerfinu, sem rekið er af TRACE International. TRACE nýtir skilvirkar aðferðir til að fram­kvæma áreiðan­leika­könnun til grunn­viðmið­unar á kerfis­bund­inn hátt með því að safna upp­lýs­ingum frá fyrir­tækjum um allan heim. TRACE ber þær upplýsingar saman við válista sem stjórnvöld ýmissa landa og alþjóðastofnanir hafa komið sér upp. Gerð er krafa um að erlendir birgjar séu skráðir í þetta kerfi. Ekki hafa komið upp athugasemdir vegna birgja Fjarðaáls.

Alcoa leggur mikla áherslu á heil­indi og gegnsæi í samstarfi við birgja.

Sérstakur forvalsgrunnur er not­aður við val á birgjum sem vinna innan lóðar Alcoa Fjarðaáls, en nýir birgjar þurfa að svara spurn­ingum sam­kvæmt birgja­staðli Alcoa. Á þeim for­sendum er tekin ákvörðun hvort birgjar teljast hæfir til sam­starfs. Lögð er áhersla á fylgni við gild­andi lög og reglu­gerðir og ábyrgð í umhverfis-, heilsu- og öryggis­málum. Einnig er krafa á að umsækj­endur svari spurn­ingum varðandi spill­ingu og að vinnu­réttindi starfs­fólks séu virt. Alcoa Fjarðaál hefur þurft að hafna tveimur inn­lendum birgjum frá upp­hafi, sem ekki upp­fylltu þær kröfur sem gerðar eru. Þær koma meðal annars inn á öryggisþætti, líkt og slysatíðni og öryggismenningu.

Krafa er gerð á að fyrirtæki sem vinna fyrir Alcoa Fjarðaál upp­fylli ákvæði kjara­samn­ings við stéttar­félög og gildir það jafnt um verk­taka sem og þeirra undirverktaka. Einstakl­ingar verða að hafa náð 18 ára aldri til að fá að vinna á svæðinu.

Félagið á í reglubundnum sam­skiptum við birgja og hvetur þá til góðra verka í sam­félags- og umhverfis­málum og veitir leið­sögn ef svo ber undir. Jafn­framt hvetur félagið starfs­menn birgja og verk­taka að taka þátt í sjálf­boðaverkefnum á vegum félagsins.

Innkaupanet

Alcoa Fjarðaál er einn stofnfélaga Innkaupa­nets sem stofnað var árið 2014 í sam­vinnu við Umhverfis­stofnun. Leitast er við að lágmarka umhverfisáhrif frá innkaupum ár frá ári í gegnum vistvæn innkaup og gera árangur þeirra sýnilegan. Stuðst er við umhverfismerkingar og -vottanir í innkaupum á vöru og þjónustu er koma að rekstri fyrir­tækisins. Má m.a. nefna að fyrirtæki sem sinnir ræstingum á svæðinu er Svansvottað og aðeins er notast við Svansvottaðar prentsmiðjur til að prenta útgefið efni fyrirtækisins.

Næsti kafli

Fyrri kafli