Alcoa Fjarðaál

Umhverfi

Mannauður

Samfélag

Efnahagur og virðiskeðja

Samfélagsskýrsla 2018 Samfélagsskýrsla 2017 Samfélagsskýrsla 2016

Um starfsemi Alcoa Fjarðaáls

Hlutverk álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er að framleiða ál á hagkvæman, öruggan og umhverfis­vænan hátt. Stefna félagsins er að einbeita sér að þessari kjarnastarfsemi og láta öðrum fyrirtækjum eftir ýmsa stoðþjónustu sem tengist rekstrinum. Á þennan hátt stuðlar Alcoa Fjarðaál að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu.

Alcoa Fjarðaál sf. að Hrauni 1 í Reyðarfirði hóf framleiðslu á áli í byrjun apríl 2007 og var framleiðslan komin í fulla afkastagetu í ágúst 2008. Framleiðslugeta álversins í dag er allt að 360 þúsund tonn af áli á ári samkvæmt starfsleyfi. Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls voru 538 að meðaltali árið 2018. Auk þeirra vinna að jafnaði um 300 verktakar á vegum annarra fyrirtækja í álverinu eða á lóð álversins við ýmiss störf svo sem framleiðslu, viðhald, þjónustu og ráðgjöf.

Framleiðslugeta Alcoa Fjarðaáls er allt að 360 þúsund tonn af áli á ári og er álið framleitt með rafgreiningu í 336 kerum.

Fyrirtækið starfar samkvæmt starfsleyfi útgefnu þann 8. nóvember 2010. Starfsemi fyrirtækisins fellur undir fyrirtækjaflokk 2.1, ál­framleiðslu, samkvæmt reglugerð nr. 851/2002 um grænt bókhald. Gildistími starfsleyfisins er til 1. desember 2026 og eftirlit með starfsemi álframleiðslunnar er í höndum Umhverfisstofnunar. Heilbrigðiseftirlit Austurlands sér um eftirlit með margs konar stoðstarfsemi innan álverslóðar, svo sem verkstæðum, spennistöð og starfsmannaaðstöðu.

Framleiðsluferli

Framleiðslugeta Alcoa Fjarðaáls er allt að 360 þúsund tonn af áli á ári og er álið framleitt með rafgreiningu í 336 kerum. Framleiðsluferlið er sýnt á mynd 1.

Ál verður til með rafgreiningu í kerum í kerskála. Þau eru úr stáli en fóðruð með eldföstum einangrunarefnum. Í kerunum eru bakskaut úr kolefni. Yfirbygging kersins heldur uppi forbökuðum forskautum, sjálfvirkum skurnbrjótum og möturum (e. point fed prebake) fyrir súrál og álflúoríð.

Í steypu­skála er kæli­vatn til fram­leiðslu endur­nýtt. Vatnið er hreinsað í vatns­hreinsi­virki og leitt aftur inn á vélar steypu­skálans. Ekkert vatn úr fram­leiðslu­ferlum er leitt í frárennsli.

Kerin eru höfð lokuð til að lágmarka hættuna á að gastegundir komist út í kerskálana. Gasið er sogað burtu með afsogskerfi og leitt til þurrhreinsivirkja þar sem hreint súrál er notað til þess að hreinsa flúor úr gasinu áður það fer út í andrúmsloftið um reykháf. Þurrhreinsivirkið hreinsar meira en 99,8% af heildarflúor úr afsogslofti keranna. Flúorinn er endurnýttur í rafgreiningarferlinu þegar hann fer með súrálinu aftur ofan í kerin. Þegar ker eru opnuð er afsog aukið til að lágmarka það afgas sem sleppur út í kerskála og andrúmsloft en sérstakar verklagsreglur gilda um umgengni við ker.

Fljótandi ál er flutt úr kerskála til steypuskála í sérstökum deiglum. Þar er álið blandað íblöndunarefnum eftir pöntun kaupenda og mótað í endanlega afurð sem flutt er á markað í Evrópu. Steypuskálinn er hannaður með mikinn sveigjanleika í huga svo hægt sé að bregðast skjótt við breytingum á markaði. Á árinu 2018 skiptist framleiðslan upp í 54% álhleifa, 23% melmisstangir og 19% vír. Tæp 4% framleiðslunnar var frábrigðavara sem var seld til endurbræðslu. Heildarmagn vöru frá steypukála voru tæp 350.000 tonn. Framleiðsla steypuskála er vottuð samkvæmt ISO 9001:2015 gæðastjórnunarkerfinu. Í steypuskála er kælivatn til framleiðslu endurnýtt. Vatnið er hreinsað í vatnshreinsivirki og leitt aftur inn á vélar steypuskálans. Ekkert vatn úr framleiðsluferlum er leitt í frárennsli.

Næsti kafli