ALCOA FJARÐAÁL

UMHVERFI

MANNAUÐUR

SAMFÉLAG

EFNAHAGUR OG VIRÐISKEÐJA

SAMFÉLAG

MARKMIÐ

2017
2018
Fyrirtækið mun veita frjálsum félagasamtökum á Austurlandi samfélagsstyrki að lágmarki 100 milljónum króna á ári og birta upplýsingar um styrkhafa og upphæðir.
Á árinu 2017 veitti Alcoa Fjarðaál styrki upp á 130 milljónir króna og birti upplýsingar um þá á heimasíðu sinni.
60% starfsmanna taki þátt í viðburði tengdum sjálfboðavinnu og samfélagsviðburðum.
Á árinu 2017 tóku 13% starfsmanna þátt í sjálfboðaviðburðum.
Að lágmarki 75% íbúa á Mið-Austurlandi séu jákvæðir gagnvart Alcoa Fjarðaáli.
79,5% íbúa á Mið-Austurlandi mældust jákvæðir gagnvart starfsemi Alcoa Fjarðaáls.
Að samfélagsábyrgð verið sett inn í kennsluskrá Stóriðjuskólans. Markmiðið er að efla þekkingu starfsmanna á samfélagsábyrgð og vekja áhuga þeirra á að vinna verkefni því tengdu í náminu.
Að lágmarki 75% íbúa á Mið-Austur­landi séu jákvæðir gagnvart Alcoa Fjarðaáli og að starfsánægja hjá Fjarðaáli haldist að lágmarki 4,22.

Alcoa Fjarðaál telur að forsenda þess að treysta hag hlut­hafa og hags­muna­aðila liggi í góðum stjórnar­háttum þar sem hlut­verk og ábyrgð stjórn­enda eru skýr. Alcoa Fjarðaál leggur áherslu á opið og virkt sam­tal við nær­sam­félagið. Stjórn­endur eiga í virkum og reglu­legum sam­skiptum við hags­muna­aðila og funda með þeim um sam­eigin­leg hags­muna­mál. Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation leggja fé til mikilvægra mál­efna, menningar­viðburða og verk­efna á Íslandi með áherslu á verk­efni sem tengjast áhrifa­svæði álvers­ins. Alcoa Fjarðaál hefur vaktað samfélags­vísa frá því rekstur álvers­ins hófst.

Heildarupphæð styrkja frá 2003

000.000.000 kr.

Styrkir til góðra verka

Árið 2017 vörðu Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation samtals um 130 milljónum króna í styrki til hinna ýmsu samfélags­verk­efna, fyrst og fremst á Austur­landi. Frá árinu 2003 hefur fyrir­tækið varið samtals um 1,5 milljarði króna til samfélags­styrkja af margvíslegu tagi. Stærsti styrk­urinn hvert ár rennur til Vina Vatna­jökuls en Fjarðaál er helsti bakhjarl sam­tak­anna. Vinir Vatna­jökuls eru Hollvina­samtök Vatna­jökuls­þjóð­garðs sem styrkja rann­sóknir, kynn­ingar- og fræðslu­starf og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatna­jökuls­þjóð­garðs. Árið 2017 veitti Fjarðaál um 55 milljónum króna í styrk til Holl­vina­samtak­anna. Heildar­fram­lag Fjarðaáls frá stofnun þeirra nemur um 555 milljónum króna.

Styrktarsjóður Fjarðaáls úthlutar styrkjum tvisvar á ári, að vori og hausti. Í úthlutunarnefnd sjóðsins situr fólk víðsvegar úr samfélaginu ásamt fulltrúum frá Fjarðaáli. Árið 2017 var í fyrsta skipti haldin ein formleg úthlutun í stað tveggja, vegna þeirra styrkja sem veittir voru að vori og að hausti. Þá var við sama tækifæri úthlutað styrkjum úr íþróttasjóðnum Spretti sem Fjarðaál fjár­magnar en Ungmenna- og íþrótta­samband Austur­lands heldur utan um. Úthlutunin fór fram í Egils­búð í Neskaup­stað í lok nóv­ember og var samtals úthlutað 18,3 milljónum króna. Félag áhugafólks um forn­leifa­rannsóknir á Stöðvar­firði hlaut annan af hæstu styrkjum ársins, eina milljón króna, en þar er unnið að því að grafa upp skála frá því snemma á 9. öld og þykir það afar merki­legur forn­leifa­fundur. Þá hlutu Hollvina­samtök Hússtjórnar­skólans á Hall­orms­stað eina milljón króna í styrk til að hanna og sauma refil sem mun segja sögu Hrafnkels Freysgoða og er því vísun í menn­ingar­arf Austurlands.

Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation leggja fé til mikilvægra mál­efna, menningar­viðburða og verk­efna á Íslandi með áherslu á verk­efni sem tengjast áhrifa­svæði álvers­ins.

Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) veitti Land­græðslu ríkis­ins styrk að upp­hæð 150 þús­und dollara (15 milljónir króna) til að vinna verkefni á sviði endur­heimt vot­lendis á Austur­landi. Styrk­urinn er til tveggja ára og voru 100 þúsund dollarar greiddir út árið 2017. Verk­efnið byrjar þó ekki að ráði fyrr en árið 2018. Þá veitti sjóð­urinn tveggja ára styrk til Lunga-skólans á Seyðis­firði að upphæð 60 þúsund dollara til að bæta aðstöðu og efla námið við skólann. Land­bóta­sjóður Norður-Héraðs fékk tveggja ára styrk til að efla land­græðslu á svæðinu við Kárahnjúkastíflu að upphæð 80 þúsund dollara. Þá fékk Austurbrú styrk til þriggja ára að upphæð 120 þúsund dollarar til orku­skipta­verkefnis á Austur­landi en til stendur að byggja upp net rafhleðslustöðva á svæðinu.

Alcoa Fjarðaál og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa á undanförnum árum unnið að því að efla áhuga ungs fólks á Austfjörðum á verk- og tæknimenntun í gegnum verkefnið „Verklegt er vitið“. Verkefnið varð til fyrir tilstuðlan styrks frá Alcoa Foundation. Aðstaða til kennslu var bætt, námsframboð á verklegum valgreinum var aukið og nemendur hvattir til nýsköpunar. Fjöldi þeirra sem völdu verk- og tækninám að loknum grunnskóla í Fjarðabyggð tvöfaldaðist á aðeins þremur árum með tilkomu verkefnisins. Á árunum 2016 og 2017 var veittur styrkur til að koma álíka verkefni á fót í grunnskólum Fljótsdalshéraðs, samtals um 8 milljónir eða 80 þúsund dollarar.

Aukinn áhugi frá nemendum hefur vaknað í gegnum verkefnið „Verklegt er vitið“.

Alcoa Fjarðaál hefur frá upphafi tekið þátt í átaki sem stofnað var til af móðurfélagi þess sem felst í að planta trjám til að binda kol­tvísýring og hefur þetta verið gert hér á landi í sam­vinnu við Skógræktar­félag Íslands og félög á svæð­inu. Í árslok 2017 var fjöldi plantna sem hafa verið gróður­settar á vegum Alcoa Fjarðaáls kominn í 134.924. Árið 2017 voru 15.000 plöntur gróðursettar á vegum Skóg­ræktar­félags Íslands með hjálp sjálf­boða­liða. Gróður­setn­ingin er hluti af þriggja ára verkefni, samtals 45.000 plöntur á árunum 2017-2019 sem Samfélagssjóður Alcoa styrkir gegnum American Forests. Upphæð styrksins er samtals 60.000 dollarar eða rúmar sex milljónir. Bind­ing kol­efnis í gróðri samsvarar bind­ingu um 270 tonna koltvísýrings frá því að gróðursetningar hófust árið 2003.

Alcoa Fjarðaál hefur verið einn af aðal­bak­hjörlum frum­kvöðla­keppn­innar Gull­eggsins frá árinu 2010. Sam­starfs­samn­ingur var endur­nýjaður árið 2017 og þar sem Gull­eggið fagnaði tíunda starfs­ári sínu var styrk­urinn ríku­legri en áður eða samtals 1,3 milljónir króna. Þá styrkir Fjarðaál einnig á hverju ári Verðlauna­sjóð Ásu Guðmunds­dóttur Wright og er annar tveggja bakhjarla sjóðsins.

Samfélagssjóður Alcoa styrkir 16–18 ára unglinga sem eru áhugasamir um náttúru og vísindi til þátt­töku í leið­angri um Yosemite þjóð­garðinn í Kaliforníu eða Shenandoah þjóð­garðinn í Virginíu. Ferðirnar eru tveggja vikna langar og eru farnar á vegum NatureBridge-samtakanna ásamt öðrum unglingum á sama aldri víðsvegar að úr heiminum. Samfélags­sjóð­ur­inn greiðir allan ferða- og dvalar­kostnað. Frá árinu 2014 hafa margir íslenskir unglingar verið valdir til þátt­töku og árið 2017 tóku fimm íslensk ungmenni þátt. Þá býður Sam­félags­sjóður Alcoa í sam­vinnu við náttúru­verndar­samtökin Earthwatch starfs­mönnum Alcoa að sækja um þátttöku í leið­angri á vegum sam­tak­anna á hverju ári. Sjö starfs­menn Fjarðaáls hafa farið í Earthwatch-leiðangur á síðast­liðnum árum og eftir það deilt reynslu sinni með öðrum starfs­mönnum og samfélaginu sem þeir búa í.

Styrkir til góðra verka árið 2017

000.000.000 kr.

Styrkir til samfélagsviðburða 2017

0.000.000 kr.

Vinir vatnajökuls

55.000.000 kr.

Samfélagssjóður Alcoa- Alcoa Foundation

50.000.000 kr.

Styrktarsjóður Fjarðaáls

18.300.000 kr.

Strykur til gróðursetningar 2017-2019

5.000.000 kr.

Gulleggið

1.500.000 kr.

Samfélagsviðburðir og sjálfboðavinna

Árið 2017 voru tíu ár liðin frá því að álfram­leiðsla hófst á Austur­landi. Alcoa Fjarðaál og Starfs­manna­félagið Sómi buðu af því tilefni öllum íbúum Austurlands í afmælisveislu laugardaginn 26. ágúst. Álverið breyttist í hátíðar­svæði þar sem meðal annars var boðið upp á skoðunar­ferðir um verk­smiðjuna, álbíla­sýn­ingu, list­sýn­ingar, hoppu­kastala, veg­legar veit­ingar og fjöl­breytta skemmti­dagskrá á sviði. Gestir voru vel á þriðja þúsund og að lokinni skemmt­uninni í álverinu var opið hús hjá Slökkvi­liðinu, Laun­afli og VHE á iðnaðar­svæðinu við Mjóeyrar­höfn. Þá var gamli Sóma­staða­bærinn fyrir ofan álverið til sýnis en Sam­félags­sjóður Alcoa kostaði endur­gerð hússins. Um kvöldið voru svo rokk­tónleikar við smá­báta­höfnina á Reyðar­firði og afmælis­hátíð­inni lauk með glæsi­legri flugelda­sýningu. Í tilefni af afmælinu stóð Fjarðaál einnig fyrir opinni mann­auðs­ráð­stefnu í Valaskjálf á Egils­stöðum 15. sept­ember. Fyrirlesarar komu víða að og um 200 ráðstefnugestir urðu margs vísari um mannauðsmál.

Árið 2017 vörðu Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation samtals um 130 milljónum króna í styrki til hinna ýmsu samfélags­verk­efna, fyrst og fremst á Austur­landi.

Starfsmenn Alcoa eru hvattir til þess að taka þátt í sjálfboða­liða­starfi og sam­félags­verk­efnum af ýmsu tagi. Eftir skipt­ingu móður­félagsins árið 2016 breyttist þessi áhersla nokkuð og voru færri verkefni í boði en áður. Nú er aðeins hægt að taka þátt í svo­köll­uðum Action verk­efnum en áður fyrr voru einnig til verk­efni sem nefndust Bravo og AIM. Action er stytting á orða­sam­bandinu „Alcoans Coming Together In Our Neighbourhood.” Þessi hugmynd byggir á því að starfs­maður óskar eftir stuðn­ingi annarra starfs­manna í formi vinnu­framlags í sjálfboða­vinnu. Þá eru félagar í samtökunum líka hvattir til að mæta, ásamt fjölskyldum sínum. Unnið er samfleytt í fjóra tíma. Ef tíu starfsmenn eða fleiri mæta á atburðinn, greiðir Fjarðaál 300 þúsund krónur beint til félaga­samtakanna til að standa straum af t.d. hráefniskostnaði, málningu og þess háttar. Á hverju ári má skil­greina hluta þessara verk­efna sem hreyfi­verk­efni og ganga þau þá út á að Alcoa­fólk kemur saman, leggur stund á hreyfingu, t.d. fjallgöngu og styrkja um leið góðgerðarsamtök með 300 þúsund króna framlagi.

Árið 2017 var ráðist í sex Action verk­efni á vegum Fjarða­áls og þar af var eitt hreyfi­verk­efni sem getið var um í kafla 8.5. Í Hjalta­lundi, sem er félags­heimili í Hjalta­staðaþinghá, kom saman stór hópur til að bæta aðstöðu við félags­heimilið og hreinsa til í kringum það, meðal annars með því að grisja skóg og gera göngustíga. Þá var einnig unnið fyrir Knatt­spyrnu­félag Fjarða­byggðar til að bæta aðstöðu við fót­bolta­völl, endur­bætt var tón­listar­herbergi fyrir ungt fólk í Tón­leika­félagi Austur­lands, Björg­unar­sveitin Gerpir fékk aðstoð við að flytja í nýtt hús­næði og Félag eldri borgara á Reyðar­firði var aðstoðað við að setja upp mini­golf­völl við hús­næði sitt. Samtals voru þessi félög styrkt um 1,8 milljónir króna í gegnum þessi verkefni auk þess sem þau fengu allt vinnu­fram­lag starfs­manna sem tóku þátt í sjálfboða­vinnu.

Á hverju ári er konum á Austurlandi boðið að sækja Fjarðaál heim þann 19. júní í til­efni af Kvenn­réttinda­deginum. Boðið er upp á veitingar og skemmtun í bland við fróðleik. Markmið Fjarðaáls er að hjá fyrir­tækinu starfi jafn margar konur og karlar og er þessi dagur liður í því að kynna fyrir­tækið fyrir konum. Helsta mark­miðið með því að bjóða konum heim þennan dag er þó að konur á Austurlandi komi saman og skemmti sér og fagni þeim árangri sem náðst hefur í jafn­réttis­málum á Íslandi. Árið 2017 var boðið upp á þrjú fróð­leg og skemmti­leg erindi. Fyrst talaði Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur á Jafn­réttis­stofu um nýja jafn­launa­stað­alinn sem var lögfestur árið 2017, þá Hrafnhildur Þóreyjardóttir, starfsmaður í ker­skála Alcoa Fjarðaáls, sem ræddi um kosti þess að snúa aftur úr fæð­ingar­orlofi í átta tíma vakta­kerfið í stað 12 tíma og að lokum fjallaði Tinna Halldórsdóttir, verkefna­stjóri hjá Austurbrú um stöðu kvenna á Austur­landi. Inn á milli fluttu Fjarða­dætur hugljúf lög.

Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupsstað

300.000 kr.

Hollvinasamtök Hjatalundar

300.000 kr.

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar

300.000 kr.

Tónleikafélag Austurlands

300.000 kr.

Björgunarsveitin Gerpir

300.000 kr.

Félag eldri borgara á Reyðarfirði

300.000 kr.

Samskipti við hagsmunaaðila

Greining á hagsmunaaðilum félagsins skiptist í beina hags­muna­aðila, nær­um­hverfi, sam­félag og alþjóða­umhverfi. Hagsmunaaðilagreining fyrirtækisins var gerð á hugarflugs­fundi með þver­fag­legum hópi starfs­manna. Taldir voru upp hags­muna­aðilar og þeir skil­greindir eftir snerti­fleti og mikil­vægi.

Fyrirtæki þurfa samfélagslegt umboð til að starfa og því er mikil­vægt að sátt ríki við sam­félagið sem starfað er í og að þetta sam­band sé ræktað. Virkt samtal við sam­félagið er ein af megin­stoðum í samfélags­stefnu Fjarðaáls og árlega er mæld ánægja íbúa á Mið-Austur­landi* með fyrirtækið. Árið 2017 reyndust 79,5% svarenda jákvæðir eða frekar jákvæðir í garð Alcoa Fjarðaáls en frá því mæl­ingar hófust árið 2004, hefur þessi mæli­kvarði einungis tvisvar verið undir mark­miðinu sem er að 75% íbúa eða fleiri séu jákvæðir í garð fyrir­tækisins. Dæmi um það hvernig fyrirtækið kemur upplýs­ingum til íbúa er að á hverju ári fá íbúar á Mið-Austur­landi sent heim skjal með helstu upplýs­ingum um starfsemi fyrir­tækisins svo sem lykil­tölur úr rekstri og árangur í umhverfis- og mann­auðs­málum. Árlega er gefið út tímarit Fjarðaáls, Fjarðaáls­fréttir, sem einnig er dreift inn á öll heimili á svæð­inu en þar eru upp­lýsingar um starf­semi fyrir­tækisins auk fjölda viðtala við starfs­fólk Fjarðaáls og sagt er frá verk­efnum sem hafa fengið styrki frá fyrirtækinu. Ennfremur er Fjarðaál með fasta síðu aðra hverja viku í Austur­glugg­anum sem er héraðsfréttablað á Austurlandi og þar eru fluttar fréttir af fyrirtækinu.

Fjarðaál hefur frá stofnun staðið fyrir íbúafundum á Mið-Austurlandi þar sem greint er frá starf­semi fyrir­tækisins með sér­stakri áherslu á umhverfis­málin. Á þessum fund­um hafa íbúar fengið tæki­færi til að eiga gagn­virkt sam­tal við for­svars­menn fyrir­tækisins og koma á fram­færi ábend­ingum. Frá árinu 2016 tók Umhverfis­stofnun við því að halda þessa fundi og greina frá niður­stöðu umhverfis­mæli­kvarða en Fjarðaál á eftir sem áður aðkomu að fund­unum og hægt er að koma ábend­ingum á fram­færi til fyrir­tækis­ins þar. Fund­urinn var haldinn á Reyðar­firði þann 14. júní 2017 en því miður hefur þátt­taka íbúa á þessum fundum verið dræm. Auð­velt er fyrir íbúa að koma á fram­færi ábend­ingum til fyrir­tækisins í gegnum síma eða tölvupóst. Reglulegir fundir eru með bæjar­ráðum bæði Fjarðabyggðar og Fljóts­dalshéraðs til að upplýsa bæjar­yfirvöld um það sem efst er á baugi hjá fyrir­tækinu og einu sinni á ári er öllu sveita­stjórnar­fólki af Mið-Austur­landi boðið til fundar í álver­inu þar sem tæki­færi gefst til að ræða sam­eigin­lega hags­muni og fara yfir það helsta sem er á döf­inni bæði hjá fyrir­tæk­inu og sveitar félög­unum. Þessi fundur féll því miður niður árið 2017 en verður í stað­inn haldinn á fyrsta árs­fjórð­ungi 2018 og svo kannað hvort vert væri að hafa annan fund síðar á því ári vegna sveita­stjórnar­kosninga. Þessir fundir hafa verið afar gagn­legir og oft hafa komið gestir með fróð­leg erindi á fundinn sem varða til dæmis sam­göngu-, samfélags­ábyrgðar- og umhverfismál.

Stjórnendur Fjarðaáls eiga einnig í reglulegum samskiptum við aðra hags­muna­aðila svo sem bændur á svæðinu, þing­menn kjör­dæmis­ins og ráð­herra sem hafa með mála­flokka fyrir­tækis­ins að gera. Fjarðaál er aðili að Samáli, sam­tökum álfram­leiðenda á Íslandi og er einnig aðili að Sam­tökum iðnaðarins og Sam­tökum atvinnu­lífsins. Fjarðál er einnig þátt­takandi í sam­starfi álvera í Noregi og á Íslandi í gegnum sam­tökin AMS en þar er unnið að sam­eigin­legum verk­efnum á sviði umhverfis-, öryggis- og heilsu­mála.

Einkunnin í spurn­ingu um ánægju starfs­­manna með vinnu­­staðinn var yfir meðaleinkunn Gallup.

Góð upplýsingagjöf skiptir miklu máli í starf­semi félags­ins bæði innan fyrir­tækisins og hjá verk­tökum. Reglu­legir starfs­manna­fundir eru haldnir með öllum starfs­mönn­um þar sem fjallað er um mál­efni og stöðu fyrir­tækisins frá ýmsum hliðum. Árlega er lögð könnun fyrir starfs­fólk Fjarðaáls þar sem starfs­ánægja er meðal annars

Sjálfbær þróun á Austurlandi

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á lagg­irnar árið 2004 til að fylgjast með áhrifum framkvæmda og reksturs Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðar­firði á sam­félag, umhverfi og efnahag á Austur­landi. Mark­miðið er að fylgjast með þróun vísa sem í flestum til­fellum eru tölu­legir mæli­kvarðar sem gefa vís­bend­ingu um þróun umhverfis­mála, efna­hags og sam­félags á bygg­ingar- og rekstrar­tíma álvers og virkjunar. Verk­efnið er kynnt á heimasíðunni www.sjalfbaerni.is.

Gagnasöfnun á vegum fyrir­tækj­anna í verkefnið hefur nú staðið yfir í 10 ár frá því að rekstur álvers og virkjunar hófust, og hefur það vakið athygli víða út fyrir lands­steinana. Ársfundur er auglýstur að vori og þar gefst öllum sem vilja kostur á að taka þátt í vinnu við mótun og fram­gang verkefnisins.

Fyrri kafli