Alcoa Fjarðaál

Umhverfi

Mannauður

Samfélag

Efnahagur og virðiskeðja

Samfélagsskýrsla 2018 Samfélagsskýrsla 2017 Samfélagsskýrsla 2016

SAMFÉLAGSMARKMIÐ – ÁRANGUR

2017
2018
Fyrirtækið mun veita frjálsum félagasamtökum á Austurlandi samfélagsstyrki að lágmarki 100 milljónum króna á ári og birta upplýsingar um styrkhafa og upphæðir.
Á árinu 2017 veitti Alcoa Fjarðaál styrki upp á 130 milljónir króna og birti upplýsingar um þá á heimasíðu sinni.
60% starfsmanna taki þátt í viðburði tengdum sjálfboðavinnu og samfélagsviðburðum.
Á árinu 2017 tóku 13% starfsmanna þátt í sjálfboðaviðburðum.
Að lágmarki 75% íbúa á Mið-Austurlandi séu jákvæðir gagnvart Alcoa Fjarðaáli.
79,5% íbúa á Mið-Austurlandi mældust jákvæðir gagnvart starfsemi Alcoa Fjarðaáls.
Að samfélagsábyrgð verið sett inn í kennsluskrá Stóriðjuskólans. Markmiðið er að efla þekkingu starfsmanna á samfélagsábyrgð og vekja áhuga þeirra á að vinna verkefni því tengdu í náminu.
Ekki lokið en verður klárað sem markmið undir mannauði á næsta ári.
Að lágmarki 75% íbúa á Mið-Austur­landi séu jákvæðir gagnvart Alcoa Fjarðaáli og að starfsánægja hjá Fjarðaáli haldist að lágmarki 4,22.
Markmiði náð að hálfu leyti. Ánægja íbúa er yfir 75% en starfsánægja lækkaði milli ára og náði ekki markmiðinu.

Alcoa Fjarðaál telur að forsenda þess að treysta hag hluthafa og hagsmunaaðila liggi í góðum stjórnarháttum þar sem hlutverk og ábyrgð stjórnenda eru skýr. Alcoa Fjarðaál leggur áherslu á opið og virkt samtal við nærsamfélagið. Stjórnendur eiga í virkum og reglulegum samskiptum við hagsmunaaðila og funda með þeim um sameiginleg hagsmunamál. Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation leggja fé til mikilvægra málefna, menningarviðburða og verkefna á Íslandi með áherslu á verkefni sem tengjast áhrifasvæði álversins. Alcoa Fjarðaál hefur vaktað samfélagsvísa frá því rekstur álversins hófst.

Heildarupphæð styrkja frá 2003

000.000.000 kr.

Hagsmunaaðilar

Greining á hagsmunaaðilum félagsins skiptist í beina hags­muna­aðila, nær­um­hverfi, sam­félag og alþjóða­umhverfi. Hagsmunaaðilagreining fyrirtækisins var gerð á hugarflugs­fundi með þver­fag­legum hópi starfs­manna. Taldir voru upp hags­muna­aðilar og þeir skil­greindir eftir snerti­fleti og mikil­vægi.

Hagsmunaaðilagreining
Í árslok 2018 hófst undirbúningur í samstarfi við Gallup að viðhorfskönnun meðal helstu hagsmunaaðila Fjarðaáls, annarra en íbúa og starfsmanna. Í þessari könnun var fyrst og fremst horft til birgja, verktaka og annarra samstarfsaðila. Markmiðið var að kanna viðhorf þessara aðila til fyrirtækisins og hvernig þeir meta árangur Fjarðaáls í samfélagsábyrgð. Könnunin var framkvæmd í byrjun árs 2019. Í úrtakinu voru 110 aðilar og var svarhlutfall 65%.

Í könnunni voru þeir sem það átti við spurðir hvort þeir mæli með Alcoa Fjarðaáli sem góðum viðskiptaaðila við önnur fyrirtæki. Alls sögðust 58% þátttakenda mæla með Fjarðaáli sem góðum viðskiptaaðila, 32% voru hlutlausir en 10% sögðust ekki mæla með því. Af þeim sem mæltu með Fjarðaáli sem góðum viðskiptafélaga nefndu flestir að fyrirtækið væri traust og þar ríkti fagmennska.

Á myndinni má sjá hvernig svarendur töldu Fjarðaál standa sig varðandi mismunandi áherslur samfélags­ábyrgðar.

Af niðurstöðunum má álykta að helstu tækifæri fyrir Fjarðaál til að gera betur í samfélagsábyrgðarmálum felast í betri samskiptum við almenning og að vinna nánar með hagsmunaaðilum sínum. Áætlað er að framkvæma þessa könnun annað hvert ár og þannig verður hægt að fylgjast með hvort breyttar áherslur og aðgerðir muni leiða til jákvæðra breytinga á þessum mælikvörðum. Þá er einnig mikilvægt að spyrja almenning í nærsamfélaginu og starfsfólk þessara sömu spurninga. Tækifæri er til að gera það í árlegum könnunum sem eru framkvæmdar meðal þessara hópa.

Fjarðaál hefur unnið greiningu á hagsmunaaðilum félagsins til að gera sér betur grein fyrir þörfum og áherslum hópanna. Hagsmunaaðilar skiptast í beina hagsmunaaðila, nærumhverfi, samfélag og alþjóðaumhverfi. Hagsmunaaðilagreining fyrirtækisins var gerð á hugarflugsfundi með þverfaglegum hópi starfsmanna. Taldir voru upp hagsmunaaðilar og þeir skilgreindir eftir snertifleti og mikilvægi.

Könnun meðal íbúa
Mikilvægt er að sátt ríki um starfsemi fyrirtækisins í nærsamfélaginu. Því skiptir sköpum að rækta það samband á markvissan hátt með samtali og samstarfi. Virkt samtal við samfélagið er ein af meginstoðum í samfélagsstefnu Fjarðaáls og árlega er mæld ánægja íbúa á Mið-Austurlandi með fyrirtækið.

Árið 2018 reyndust 76,9% svarenda jákvæðir eða frekar jákvæðir í garð Alcoa Fjarðaáls en það var lækkun um 2,6% frá árinu á undan. Markmiðið er að minnst 75% íbúa eða fleiri séu jákvæðir í garð fyrirtækisins en frá því mælingar hófust árið 2004, hefur þessi mælikvarði einungis tvisvar verið undir því markmiði.

Tafla 9

Jákvæðir eða frekar jákvæðir í garð Alcoa Fjarðaáls 2016 2017 2018
Á Mið-Austurlandi* 72,8% 79,5% 76,9%

Samskipti við hagsmunaaðila
Fjarðaál leggur ríka áherslu á miðlun upplýsinga um starfsemi félagsins til íbúa á Mið-Austurlandi. Til dæmis fá íbúar svæðisins sent heim árlega skjal með helstu niðurstöðum úr samfélagsskýrslunni svo sem upplýsingar um lykiltölur úr rekstri og árangur í umhverfis- og mannauðsmálum. Árlega er gefið út tímarit Fjarðaáls, Fjarðaálsfréttir, sem einnig er dreift inn á öll heimili á svæðinu en þar eru upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins auk fjölda viðtala við starfsfólk Fjarðaáls. Þar er einnig sagt frá verkefnum sem hafa fengið styrki frá fyrirtækinu. Þá er Fjarðaál með fasta síðu aðra hverja viku í Austurglugganum sem er héraðsfréttablað á Austurlandi og þar eru fluttar fréttir af fyrirtækinu. Árið 2018 stofnaði Fjarðaál síðu á Facebook og nýtir hana til að eiga í gagnvirkum samskiptum við fólk og miðla upplýsingum varðandi Fjarðaál og áliðnaðinn á Íslandi.

Íbúafundir
Fjarðaál stóð fyrir íbúafundum á Austurlandi um árabil þar sem greint var frá starfsemi fyrirtækisins með sérstakri áherslu á umhverfismál. Á þessum fundum fengu íbúar tækifæri til að eiga gagnvirkt samtal við forsvarsmenn fyrirtækisins og koma á framfæri ábendingum. Árið 2016 tók Umhverfisstofnun að sér umsjón fundanna og hyggst halda þá annað hvert ár í stað árlega. Ekki var haldinn slíkur fundur árið 2018 og því verður næsti fundur árið 2019. Fjarðaál stefnir á halda íbúafund það ár sem Umhverfisstofnun er ekki með fund og mun því standa fyrir íbúafundi árið 2020. Síðustu ár hefur þátttaka íbúa á þessum fundum verið dræm og þarf að leita leiða til að bæta úr því. Fjarðaál hvetur íbúa að koma á framfæri ábendingum til fyrirtækis­ins í símanúmerið 470 7700 eða með tölvupósti á fjardaal@alcoa.com.

Fundir með sveitastjórnarfólki
Reglulegir fundir eru með bæjar­ráðum bæði Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs til að upplýsa bæjaryfirvöld um það sem efst er á baugi hjá fyrirtækinu. Árlega er haldinn fundur í álverinu þar sem öllu sveitastjórnarfólki af Mið-Austurlandi er boðið. Þar gefst tækifæri til að ræða sameiginlega hagsmuni og fara yfir það helsta sem er á döfinni bæði hjá fyrirtækinu og sveitarfélögunum. Slíkur fundur fór fram í lok mars 2018 og var helsta umfjöllunarefnið jafnrétti og vinnustaðarmenning. Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Fjarðaáli fjallaði um ferlið við innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá dró Tinna Halldórsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú upp kynjamynd af Austurlandi og veltu margir vöngum yfir sláandi tölfræði um launamun kynjanna á þessu svæði. María Ósk Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, upplýsingatækni og fjárfestinga hjá Fjarðaáli fjallaði um #metoo fundi sem Fjarðaál stóð fyrir í byrjun árs 2018 og aðgerðir sem fylgdu í kjölfarið hjá fyrirtækinu. Að lokum fjölluðu Hilmar Sigurbjörnsson og Hólmgrímur Bragason sem báðir eru sérfræðingar í mannauðsteymi Fjarðaáls, um helgun í starfi og mikilvægi góðrar vinnustaðarmenningar. Fundurinn var vel heppnaður og umræður góðar.

Fjölbreytt upplýsingagjöf
Stjórnendur Fjarðaáls eiga í reglu­legum samskiptum við aðra hagsmunaaðila svo sem bændur á svæðinu, þingmenn kjördæmisins og ráðherra sem hafa með málaflokka fyrirtækisins að gera. Fjarðaál er aðili að Samáli, samtökum álframleiðenda á Íslandi og að Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Fjarðaál er einnig þátttakandi í samstarfi álvera í Noregi og á Íslandi í gegnum samtökin AMS en þar er unnið að sameiginlegum verkefnum á sviði umhverfis-, öryggis- og heilsumála.

Góð upplýsingagjöf skiptir miklu máli í starfsemi félagsins bæði innan fyrirtækisins og í samskiptum við verktaka. Reglulegir starfsmannafundir eru haldnir með öllum starfsmönnum þar sem fjallað er um málefni og stöðu fyrirtækisins frá ýmsum hliðum. Einnig eru reglulegir fundir með verktakafyrirtækjum og birgjum þar sem farið er yfir helstu mál og stöðu í málaflokkum sem tengjast m.a. rekstri fyrirtækisins, umhverfi, heilsu og öryggi. Nánar má lesa um líðan og samskipti við starfsfólk Fjarðaáls í mannauðskafla skýrslunnar.

Nánar um hagsmunaaðila
Styrkir til góðra verka árið 2018

000.000.000 kr.

Plöntur gróður­settar á vegum Alcoa Fjarðaáls

0.000.000 kr.

Umhverfi og náttúruvernd

55.002.496 kr.

Öryggi og heilsa

2.355.000 kr.

Menntun og þjálfun

7.350.000 kr.

Menning og félagsstörf

22.472.000 kr.

Íþróttir

21.750.000 kr.

Action verkefni

2.100.000 kr.

Alcoa Foundation styrkir

22.847.000 kr.

Styrkir til góðra verka

Árið 2018 vörðu Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation samtals um 130 milljónum króna í styrki til hinna ýmsu samfélagsverkefna, fyrst og fremst á Austurlandi. Frá árinu 2003 hefur fyrirtækið varið samtals um 1,6 milljarði króna til samfélagsstyrkja af margvíslegu tagi. Alcoa Fjarðaál veitir beinan stuðning til samfélagsverkefna í nágrenni álversins. Þau verkefni njóta forgangs sem stuðla að uppbyggingu og sjálfbærri þróun samfélagsins á Austurlandi. Styrkir eru veittir frjálsum félagasamtökum, hagsmunasamtökum og í einhverjum tilfellum opinberum aðilum. Ekki er veittur stuðningur til einstaklinga, stjórnmálasamtaka, trúfélaga eða til almenns reksturs félaga. Í töflu 10 má sjá skiptingu styrkja í þeim flokkum sem Alcoa Fjarðaál veitir styrki í.

Stærsti styrkurinn hvert ár rennur til Vina Vatnajökuls en Fjarðaál er aðalbakhjarl samtakanna. Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs sem styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Árið 2018 varði Fjarðaál um 54 milljónum króna í styrk til samtakanna. Heildarframlag Fjarðaáls frá stofnun þeirra nemur yfir 600 milljónum króna.

Styrktarsjóður Fjarðaáls úthlutar styrkjum tvisvar á ári, að vori og hausti. Í úthlutunarnefnd sjóðsins situr fólk víðsvegar úr samfélaginu ásamt fulltrúum frá Fjarðaáli. Einu sinni á ári fer fram formleg úthlutun styrkja og að þessu sinni fór hún fram í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði í byrjun desember. Við sama tækifæri var úthlutað styrkjum úr íþróttasjóðnum Spretti sem Fjarðaál fjármagnar en Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands heldur utan um. Þá var einnig afhentur tveggja ára styrkur frá Alcoa Foundation til LungAskólans á Seyðisfirði að upphæð 60 þúsund dollara eða tæplega 7,5 milljónir króna. Samtals var úthlutað 27,5 milljónum króna við þetta tilefni. Yfirlit yfir alla styrkina má finna í frétt um úthlutunina á heimasíðu Fjarðaáls.

Styrkir frá Alcoa Foundation
Árið 2017 var kynntur styrkur frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation) til Landgræðslu ríkisins að upphæð 150 þúsund dollara (um 15 milljónir) til að vinna verkefni á sviði endurheimtar votlendis á Austurlandi. Styrkurinn er til tveggja ára og voru 100 þúsund dollarar greiddir út árið 2017 og 50 þúsund árið 2018. Þá veitti sjóðurinn 30.000 bandaríkjadala styrk (um 3,7 milljónir króna) til Fjarðabyggðar til að hreinsa fjörurnar í sveitarfélaginu. Ráðist verður í það verkefni vorið og sumarið 2019. Árið 2017 hlaut Landbótasjóður Norður-Héraðs tveggja ára styrk frá sjóðnum til að efla landgræðslu á svæðinu við Kárahnjúkastíflu. Styrkurinn nam 80.000 bandaríkjadölum eða tæpum tíu milljónum króna á núverandi gengi og seinni helmingur hans var greiddur út árið 2018. Þá fékk Austurbrú 120.000 bandaríkjadala styrk (um 15 milljónir á núverandi seðlagengi) til þriggja ára árið 2017 til orkuskiptaverkefnis á Austurlandi en unnið er að því að byggja upp net rafhleðslustöðva á svæðinu. Árið 2018 var greiddur út annar hluti styrksins.

Styrkveitingar 2018 – upphæðir eftir flokkum 2017
Umhverfi og náttúruvernd 55.002.496
Öryggi og heilsa 2.355.000
Menntun og þjálfun 7.350.000
Menning og félagsstörf 22.472.500
Íþróttir 21.750.000
Action verkefni 2.100.000
Alcoa Foundation styrkir 22.847.000
Samtals 133.876.996

Skógrækt
Alcoa Fjarðaál hefur frá upphafi tekið þátt í átaki sem stofnað var til af móðurfélagi þess sem felst í að planta trjám til að binda koltvísýring og hefur þetta verið gert hér á landi í samvinnu við Skógræktarfélag Íslands og félög á svæðinu. Árið 2018 voru 13.800 plöntur gróðursettar á vegum Skógræktarfélags Íslands með hjálp sjálfboðaliða. Gróðursetningin er hluti af þriggja ára verkefni, samtals 45.000 plöntur á árunum 2017–2019 sem Samfélagssjóður Alcoa styrkir gegnum American Forests. Upphæð styrksins er samtals 60.000 bandaríkjadalir eða rúmar 7,5 milljónir króna. Þá styrkti Alcoa sjálfboðaliðaverkefni fyrir Golfklúbb Reyðarfjarðar, þar sem m.a. voru gróðursettar 40 trjáplöntur. Í árslok 2018 var fjöldi plantna sem hafa verið gróðursettar á vegum Alcoa Fjarðaáls kominn í 148.764. Binding kolefnis í gróðri samsvarar bindingu um 297 tonna koltvísýrings frá því að gróðursetning hófst árið 2003.

Einstakt tækifæri
Samfélagssjóður Alcoa styrkir 16-18 ára unglinga sem eru áhugasamir um náttúru og vísindi til þátttöku í leiðangri um Yosemite þjóðgarðinn í Kaliforníu eða Shenandoah þjóðgarðinn í Virginíu. Ferðalagið, sem er á vegum NatureBridge-samtakanna, tekur tvær vikur en þátttakendur eru allir á sama aldri (fyrir utan fræði­menn og aðstoðarfólk) og koma viðsvegar að úr heiminum. Samfélags­sjóðurinn greiðir allan ferða- og dvalarkostnað. Frá árinu 2014 hafa 16 íslenskir unglingar verið valdir til þátttöku og árið 2018 tóku fimm íslensk ungmenni frá Austurlandi þátt. Þá býður Samfélagssjóður Alcoa í samvinnu við náttúruverndarsamtökin Earthwatch starfsmönnum Alcoa að sækja um þátttöku í leiðangri á vegum samtakanna á hverju ári. Átta starfsmenn Fjarðaáls hafa farið í Earthwatch-leiðangur á síðastliðnum árum og eftir það deilt reynslu sinni með öðrum starfsmönnum og samfélaginu sem þeir búa í.

Nánar um styrki til góðra verka

Samfélagsviðburðir og sjálfboðavinna

Starfsmenn Alcoa eru hvattir til þess að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og samfélagsverkefnum af ýmsu tagi. Fjarðaál stendur á hverju ári fyrir nokkrum svokölluðum Action sjálfboðaviðburðum. Action er stytting á orðasambandinu „Alcoans Coming Together In Our Neighbourhood.” Þessi hugmynd byggir á því að starfsmaður óskar eftir stuðningi annarra starfsmanna í formi vinnuframlags í sjálfboðavinnu. Þá eru félagar í samtökunum líka hvattir til að mæta, ásamt fjölskyldum sínum. Unnið er í fjóra tíma. Ef átta starfsmenn eða fleiri mæta á viðburðinn, greiðir Fjarðaál 300 þúsund krónur beint til félagasamtakanna til að standa straum af hráefniskostnaði t.d. málningu og þess háttar.

150 manns komu saman í matsal Fjarðaáls og perluðu af krafti fyrir þrjú krabbameinsfélög. Samtals voru perluð 750 armbönd og er söluandvirði þeirra ein og hálf milljón.

Ef styrkurinn nemur hærri upphæð en verkefni krefst, rennur umframfjárhæðin til félagsins til að nýta til góðra verka. Á hverju ári má skilgreina hluta þessara verkefna sem svokallað „hreyfiverkefni” en í því felst að starfsmenn Alcoa ásamt fjölskyldu þeirra og fleiri þátttakendum hreyfa sig saman (t.d. í sundi eða fjallgöngu) og styrkja um leið góðgerðarsamtök með 300 þúsund króna framlagi.

Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupsstað

300.000 kr.

Íbúasamtök Fáskrúðsfjarðar

300.000 kr.

Stígamót

300.000 kr.

Golfklúbbur Fjarðabyggðar

300.000 kr.

Kraftur

300.000 kr.

Krabbameinsfélag Austurlands

300.000 kr.

Krabbameinsfélag Austfjarða

300.000 kr.

Árið 2018 var ráðist í sjö Action verkefni á vegum Fjarðaáls og þar af voru tvö hreyfiverkefni sem getið var um í kafla 8.6.2. Yfirlit yfir þau Action verkefni sem unnin voru árið 2018 má sjá í töflu 11. Í tilefni af Bleikum október stóð Fjarðaál fyrir stærsta Action verkefni sínu til þessa þegar 150 manns komu saman í matsal Fjarðaáls og perluðu af krafti fyrir þrjú krabbameinsfélög. Kraftur lagði leið sína austur og perlaði með starfsfólki Fjarðaáls og íbúum Austurlands, í samstarfi við Fjarðaál, Krabbameinsfélag Austfjarða og Krabbameinsfélag Austurlands. Samtals voru perluð 750 armbönd og er söluandvirði þeirra ein og hálf milljón. Auk þess styrkti Fjarðaál þrjú góðgerðafélög með verkefninu þar sem 300 þúsund krónur runnu til Krafts, Krabbameinsfélags Austur­lands og Krabbameinsfélags Aust­fjarða, eða 900 þúsund krónur í allt.

Kvenréttindadagurinn í Fjarðaáli
Á hverju ári er konum á Austurlandi boðið að sækja Fjarðaál heim þann 19. júní í tilefni af Kvenréttindadeginum. Boðið er upp á veitingar og skemmtun í bland við fróðleik. Markmið Fjarðaáls er að hjá fyrirtækinu starfi jafn margar konur og karlar og er þessi dagur liður í því að kynna fyrirtækið fyrir konum. Helsta markmiðið með því að bjóða konum heim þennan dag er að skapa tækifæri fyrir konur á Austurlandi að koma saman og og fagna þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum á Íslandi. Árið 2018 flutti Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað erindi um stöðu jafnréttismála og Birna Ingadóttir áreiðanleikasérfræðingur hjá Fjarðaáli fjallaði um konur í verk- og tæknigreinum. Þá flutti Anya Hrund Shaddock tónlistarkona frá Fáskrúðsfirði nokkur lög fyrir gesti. Kynnir var Margrét Perla Kolka Leifsdóttir.

Nánar um samfélagsviðburði og sjálfboðavinnu

Sjálfbær þróun á Austurlandi

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar árið 2004 til að fylgjast með áhrifum framkvæmda og reksturs Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Markmiðið er að fylgjast með þróun vísa sem í flestum tilfellum eru tölulegir mælikvarðar sem gefa vísbendingu um þróun umhverfismála, efnahags og samfélags á byggingar- og rekstrartíma álvers og virkjunar. Verkefnið er kynnt á heimasíðunni www.sjalfbaerni.is.

Gagnasöfnun á vegum fyrirtækjanna í verkefnið hefur nú staðið yfir í 11 ár frá því að rekstur álvers og virkjunar hófust, og hefur það vakið athygli víða út fyrir landssteinana. Ársfundur er auglýstur að vori og þar gefst öllum sem vilja kostur á að taka þátt í vinnu við mótun og framgang verkefnisins.

Fyrri kafli