Alcoa Fjarðaál

Umhverfi

Mannauður

Samfélag

Efnahagur og virðiskeðja

Samfélagsskýrsla 2018 Samfélagsskýrsla 2017 Samfélagsskýrsla 2016

SAMFÉLAGSMARKMIÐ – ÁRANGUR

2017
2018
Alcoa Fjarðaál hyggst draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá farartækjum á vegum fyrirtækisins um 20% fyrir árið 2020.
Árangur 2017: 7% minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda frá farartækjum frá fyrra ári.
Fyrirhugað er að minnka heildarmagn aukaafurða um 20% fyrir árið 2025.
Árangur 2017: 11,6% í heildarminnkun auka­ afurða.
Að bein losun frá framleiðslu lækki um 0,5-1% á árinu 2018, með bættri nýtingu kolefnis í framleiðsluferlinu.
Bein losun frá framleiðslu jókst á árinu um 0,3%. Óstöðugleiki ársins 2018 varð til aukningar á losun, en stöðug vinna er í gangi til að bæta nýtni hráefna í átt að minnkaðri losun.
Að við útskipti á ökutækjum verði valinn umhverfisvænni/minna mengandi kostur.
Endurnýjun á ökutækjum gekk ekki eftir eins og var áætlað 2018. Þó voru tveir nýir raflausnarbílar keyptir inn á árinu sem að leysa ríflega 10 ára gamla bíla af hólmi. Þeir eru dísilknúnir og sparneytnari en fyrirrennarar þeirra og voru teknir í umferð í lok ársins 2018.

Alcoa Fjarðaál vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starf­seminni og setur sér metn­aðarfull innri markmið í um­hverfis­málum á ári hverju.
Fyrirtækið stendur fyrir yfirgripsmikilli umhverfisvöktun í Reyðarfirði í samræmi við vöktunaráætlun sem er samþykkt af Umhverfisstofnun. Niðurstöður eru birtar í ársskýrslu sem er aðgengileg á heimasíðum Alcoa Fjarðaáls og Umhverfisstofnunar. Tilgangur umhverfisvöktunarinnar er að meta það álag á umhverfið sem starfsemi álversins veldur í nágrenni sínu.

Helsta uppspretta mengandi efna í lofti er útblástur frá kerskála. Sá útblástur fer annars vegar upp um rjáfur skálanna og er hins vegar sog­aður burt frá kerum og leiddur um þurrhreinsivirki eins og lýst er í kafla 6.1 um framleiðsluferli.

Grænt bókhald

Tilkynningar

Á árinu 2018 voru sendar inn 24 formlegar tilkynningar til Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Þetta eru óvenjumargar tilkynningar sem stafa af því að nokkur óstöðugleiki var í kerrekstri á árinu sem leiddi til óvenju margra kerleka. Kerlekar (sjá nánar fyrir neðan) geta haft í för með sér sýnilega mengun, en eru einangraðir innan svæðis og hafa takmörkuð áhrif á umhverfi. Alls voru sendar inn 19 tilkynningar varðandi kerleka og vinnu tengda hreinsun á þeim. Aðrir viðburðir sem tilkynnt var um voru eftirfarandi:

  • Í apríl var tilkynnt um gáma með spilliefnum sem voru í umskipun í Rotterdam, þar sem merkingar og frágangur stórsekkja var ábótavant. Atvikið hafði engin umhverfisáhrif í för með sér.
  • Í september var tilkynnt um sýni­lega rykmengun frá löndun súráls. Þess ber að geta að súrál er ekki hættulegt umhverfinu og hafði þetta því takmörkuð áhrif önnur en sýnileikann.
  • Í október var tilkynnt um að kvörðun mælibúnaðar fyrir sýnatökur í rjáfri kerskála hafði ekki farið fram árið 2017. Gert er ráð fyrir ár­legri yfir­ferð á búnaði samkvæmt mæliáætlun. Þessi atburður hafði ekki í för með sér umhverfisleg áhrif.
  • Í nóvember kom í ljós bilun í tölvukerfi, austurhluta reykhreinsivirkis sem varð til þess að afsog stöðvaðist tímabundið.
  • Í nóvember var tilkynnt um að von væri á hækkun brennisteinsinnihalds í forskautum, í samræmi við tilkynningu frá framleiðanda þeirra. Þessi tímabundna hækkun hafði ekki áhrif á heildarlosun brennisteinssambanda sem SO2 og var undir starfsleyfismörkum.

Í öllum þeim tilvikum sem hér um ræðir var brugðist skjótt við til að lágmarka möguleg umhverfisáhrif, þar sem það átti við. Farið var yfir atvik sem upp komu og verklagsreglur yfirfarnar og uppfærðar eins og þurfti til þess að koma í veg fyrir sambærilegt atvik.

Hvað er kerleki?
Kerlekar verða þegar hliðarfóðring eða botn kers gefur sig og fljótandi ál og/eða raflausn lekur úr kerum. Þetta gerist yfirleitt þegar ker er komið á sitt síðasta aldursskeið og óstöðugleiki í rekstri kersins veldur truflun á eðlilegum rekstri þess, með þessum afleiðingum. Til þess að efla öryggi í kerskála þá hefur eftirlit verið aukið með eldri kerum og sýnatökum úr þeim fjölgað. Þannig næst betur að hafa stjórn á flestum kerum sem lenda í þessum aðstæðum, en í sumum tilfellum, þar sem ekki næst að lagfæra kerin, leiðir það til kerleka. Við kerleka getur orðið mikið sýnilegt ryk og gufumyndun. Viðbragðsáætlun í kerskála vegna kerleka miðar að því að hægt sé að bregðast eins skjótt við og hægt er, til að lágmarka hugsanleg umhverfis,- heilsu,- og öryggisáhrif sem svona viðburður getur haft í för með sér.

Nánar um tilkynningar

Hráefnis- og auðlindanotkun

Framleiðsla áls árið 2018 var 346.535 tonn, sem er lækkun milli ára og var heildar rafmagnsnotkun á hvert framleitt tonn af áli 14.238 kwh og hækkaði úr 14.033 kwh. Notkun álflúoríðs lækkaði um 149 tonn milli ára, sem er í samræmi við framleiðsluminnkun. Eftir óstöðugleika sumarið 2016 gekk vel að koma kerum í rekstur aftur og keyra upp straum árið 2017, en það ár var álframleiðslan sú mesta frá upphafi.

Allt kælivatn frá iðnaðarferlum er hreinsað í vatnshreinsivirki og endurnýtt í steypuskála, en vatnsnotkun Fjarðaáls er með því lægsta sem þekkist innan Alcoa samstæðunnar

Í upphafi árs 2018 hófst annað tímabil óstöðugleika sem tengdist hráefnum og nýtni á þeim.Brugðist var við því með því að keyra kerlínur tímabundið á lægri straum en gert var ráð fyrir í áætlunum. Þess vegna voru fleiri ker tekin úr rekstri á haustmánuðum en gert var ráð fyrir. Þetta leiddi því til neikvæðra áhrifa á heildarframleiðslu ársins.

Unnið hefur verið í að því að koma kerfóðrun í fullan gang á ný eftir hlé árið 2018 og einnig að því að hækka straum. Gert er ráð fyrir að ná jafnvægi aftur á þriðja ársfjórðungi 2019. Um áramót 2017–2018 voru 336 ker í rekstri, en vegna óstöðuegleikans eins og lýst er hér að framan, voru í lok árs 324 ker í rekstri.

Í lok árs 2017 voru tilbúin fimm endurfóðruð ker, en þau voru tekin í notkun á fyrri hluta árs eftir kerleka, eða í stað kera sem stöðvuð voru af öðrum ástæðum. Endurfóðrun kera var flýtt vegna tíðra kerleka en þar sem ekki var gert ráð fyrir endurfóðrun í lok árs og ný hráefni ekki til staðar, voru eldri birgðir af þjöppusalla úr koltjörubiki notaðar, eða 75 tonn. Þar sem að pöntunarfrestur birgja sem útvegar þjöppusalla án hættulegra efna var of langur, var þessi koltjörubikssalli notaður í fimm ker á haustmánuðum, en til stóð að farga þessu efni. Sending kom svo undir lok árs af umhverfisvænum þjöppusalla. Af honum voru notuð tæp 38 tonn og verður hann notaður framvegis í endurfóðrun kera. Þetta nýja efni hefur hingað til gefið mjög góða raun. Í endurfóðrun keranna voru að auki notuð 452 tonn af bakskautum og 291 tonn af leiðurum í þau 16 ker sem voru endurfóðruð.

Allt kælivatn frá iðnaðarferlum er hreinsað í vatnshreinsivirki og endurnýtt í steypuskála, en vatnsnotkun Fjarðaáls er með því lægsta sem þekkist innan Alcoa samstæðunnar. Vatnsnotkun lækkaði á milli ára samkvæmt inntaksmæli Fjarðabyggðar á lóð Fjarðáls1. Í heildina voru notuð tæp 98.521 tonn af vatni á tveimur stærstu steypuvélum í steypuskála, þar af 71.974 tonn af ferskvatni frá vatnsbóli Fjarðabyggðar við Geithúsaá, samkvæmt mælum Fjarðaáls. Þannig voru tæp 27% vatns sem notað var, endurnýtt annarsvegar í gegnum filterkerfi, og hins vegar í gegnum eimingu. Uppgufun vatns í gegnum kæliturna er tæp 58% af heildarnotkun á þessum tveimur steypuvélum. Engu kælivatni frá iðnaðarferlum er veitt í frárennsli. Jafnframt er hluti varmans sem myndast frá kælivatni nýttur til húshitunar og snjóbræðslu á lóðinni.

Tafla 1

Samanburður aksturstíma ökutækja milli ára20172018
Lyftarar 16.50522.037
Deiglubílar 9.90010.752
Skautbílar 16.25115.803
Baðbílar 3.268 3.372
Ryksugubíll 2.084 2.250
Moksturstæki 1.595 1.253
Sópbílar 423 285
Samtals 50.02655.752

Samanlögð notkun jarðefnaeldsneytis á farartæki jókst frá fyrra ári um 6.548 L. Árið 2018 var engin lífdísilolía notuð, en vegna vandamála sem komu upp í tengslum við rekstur fraratækja á svæðinu árið 2016, við blöndun lífdísils, var tekin ákvörðun um að hætta að nota hann til að tryggja öryggi mikilvægs búnaðar. Notkun á dísilolíu hækkaði úr 495.434 L í 503.119 L á milli áranna 2017 og 2018. Notkun á bensíni jókst einnig, úr 5.369 L í 7.503 L. Aukin notkun jarðefnaeldsneytis á farartækjum samsvarar losun um 10,7 tonn ígilda CO2. Möguleg áhrif til þessarar breytinga, geta verið breytingar á akstursleiðum eða aksturstíma og haft áhrif á notkun til aukningar. Þegar aksturstímar ársins 2017 voru bornir saman við árið 2018 kom í ljós að aksturstími vinnutækja á álverslóð jókst um tæpar 6.000 klukkustundir. Ljóst er að hér er tækifæri til að gera betur og endurspeglast það í markmiðum fyrir árið 2019.

Notkun própans minnkaði á milli ára eða um 4.795 L. Þessi minnkun samsvarar 6,5 tonnum CO2 ígilda á móti 195 tonna minnkun milli áranna 2016 og 2017. Própan er notað til forhitunar á búnaði í steypuskála, m.a. mótum á hleifasteypuvél. Vegna markaðsaðstæðna árið 2017 var nánast stöðug framleiðsla á hleifum og þurfti því mun minni forhitun á mót en fyrri ár. Í lok árs 2017 voru settir upp nýir gasbrennarar sem stuðla enn frekar að minni gasnotkun. Aukin sjálfvirkni í stjórnun á kælingu hefur einnig verið innleidd til að tryggja að gasnotkun er ekki meiri en hún þarf að vera á hverjum tíma.

Í töflu 2 er yfirlit yfir orkunotkun úr þeim eldsneytisgjöfum sem notaðir voru á svæðinu, en heildarorkunotkun í gígajoulum lækkaði um 0,45% árið 2018 miðað við árið á undan.

Tafla 2

Orkunotkun úr eldsneyti í gígajoulumt 2016 2017 2018 Hlutfallsleg breyting milli ára
Biodíesel 10%307 74 0 100%
Díesel 20.311 19.124 19.420 1,55%
Bensín 102 184 257 39,75%
Própan 26.653 14.554 14.107 3,07%
Samtals orkunotkun47.372 33.935 33.784 0,45%
Nánar um hráefnis- og auðlinda notkun

Losun í andrúmsloft

Fylgst er með losun helstu mengandi efna en þau eru loftkennt flúoríð (HF), ryk og brennisteinsdíoxíð (SO2) auk gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2), flúorkolefna (PFC) og brennisteinshexaflúoríðs (SF6).

Losun heildaflúoríðs (kg/t ál) - mynd 2

Losun ryks (kg/t ál) - mynd 3

Heildarlosun flúors var 0,29 kg á hvert framleitt áltonn sem er hækkun frá fyrra ári og var yfir innri markmiðum fyrirtækisins. Heildarryklosun var við innra markmið fyrirtækisins og mældist 0,40 kg/t ál og hækkaði einnig milli ára.

Losun brennisteinsdíoxíðs frá forskautum (kg/t ál) - mynd 4

Losun koltvísýrings (t CO2/ t ál) - mynd 5

Losun brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá notkun forskauta var nokkuð undir mörkum þess sem losa má frá forskautum, eða 12,48 kg/t áls. Los­unin var svipuð á milli ára (mynd 4). Fylgst er vel með brennisteinsinni­haldi skauta og berast vikulega upp­lýs­ingar frá birgja. Heildarlosun brenni­steinssambanda sem SO2 nam 13,74 kg/t ál og lækkar á milli ára.

Losun gróðurhúsalofttegunda
Losun koltvísýrings (CO2) er reiknuð út frá notkun forskauta með massajafnvægisreikningum. Losun árið 2018 var 1.54 t CO2/t ál og eykst frá fyrra ári.

Á mynd 6 sést losun flúorkolefna (PFC) sem ígildi CO2 á árunum 2014–2018. PFC er gróðurhúsalofttegund sem myndast við spennuris í kerum og útblástur þessara efna er reiknaður út frá fjölda og tímalengd spennurisa. Árið 2018 voru losuð 0,077 tonn CO2-ígilda af PFC efnum á hvert framleitt áltonn. Þetta samsvarar að 3,3 tonn af PFC efnum út í andrúmsloft. Losun á PFC efnum hækkar frá fyrra ári. Hækkun má rekja til óstöðugleika í álframleiðslu sem fjallað var um í köflum 7.1.1 og 7.3.

Losun flúorkolefna sem CO2 -ígildi (t ígildi CO2/t ál) - mynd 6

Heildarlosun gróðurhúsaloftteg­unda frá framleiðslu hækkaði milli ára sem nam rúmum 1.658 tonnum ígilda CO2. Þessi hækkun stafar helst af losun PFC efna, en þau eru margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en CO2. Á árinu voru notuð tæp 14 kg af brenni­­steins­hexaflúoríði til fyllingar á rofabúnað sem samsvarar 0,92 kg CO2-ígildi/t ál eða 318 tonnum CO2 ígilda. Engin losun var árið 2017, og er því samanburður í töflu 3 miðaður við árið 2016. Á árinu 2016 var losun vegna SF6 sem samsvarar 0,91 kg CO2-ígildi/t ál eða 301 tonn ígildi CO2.

Tafla 3

Nánar um losun í andrúmsloft

Flúor í grasi – umhverfisvöktun

Umhverfisvöktun Alcoa Fjarðaáls er yfirgripsmikil en hún er í samræmi við vöktunaráætlun á helstu þáttum umhverfis í Reyðarfirði, svo sem mælingar á loftgæðum og gróður­rannsóknir. Niðurstöðurnar eru kynntar í ársskýrslu sem kemur út í maí en hún er aðgengileg á vef Umhverfisstofnunar og vef Alcoa Fjarðaáls. Einn þáttur sem vel er fylgst með yfir sumarmánuði er styrkur flúors í grasi en niðurstöður þeirra mælinga eru sýndar á mynd 7.

Niðurstöður fyrstu mælinga sumarsins 2018 sýndu óvenju háan styrk flúors sem mátti rekja til veðurblíðu í byrjun sumars. Eftir því sem leið á sumarið fóru niðurstöður mælinga lækkandi og lokaniðurstaðan var innan viðmiðunarmarka, en þó nokkuð hærri en undanfarin ár. Hitaskil í Reyðarfirði í heitu og stilltu veðri geta haft áhrif til hækkunar á flúor í grasi og var þetta greinanlegt í sýnum sem tekin voru fyrri hluta sumarsins. Útblástur frá álverinu yfir sumarmánuðina var hins vegar með minnsta móti, og vel innan mánaðarmarka starfsleyfis og þeirra innri markmiða sem sett voru fyrir árið 2018, en innri markmið eru þrengri en starfsleyfismörkin.

Heildarniðurstöður flúor í grasi (µg/g) - mynd 7

Styrkur flúors í grasi. Appelsínugula línan sýnir mörk til viðmiðunar fyrir grasbíta sem sett hafa verið í vöktunaráætlun.

Í álverinu er starfandi stýrihópur allt árið um kring til að vakta þessa vinnu og árangur. Starfsfólk fær umhverfisfræðslu svo það átti sig á mikilvægu hlutverki þess í að lágmarka losun og vel er fylgst með áreiðanleika mengunarvarnarbúnaðar. Ytri þættir hafa einnig áhrif á styrk flúors í grasi svo sem veðurfar og staðhættir. Ástæðan fyrir því að fylgst er náið með flúorstyrk í grasi er til að tryggja heilbrigði dýra sem ganga í firðinum. Gott samstarf hefur verið við bændur sem stunda sauðfjárrækt í Reyðarfirði og hafa dýralæknar skoðað dýrin árlega. Niðurstöður benda til að losun flúors hafi ekki áhrif á heilsufar dýra á svæðinu.

Hávaði

Alcoa Fjarðaál mælir umhverfishávaða frá starfsemi sinni í samræmi við ákvæði starfsleyfis. Þessar mælingar eru gerðar á átta ára fresti samkvæmt mæliáætlun, eða ef gerðar eru breytingar á rekstri, í samræmi við reglugerð 724/2008 um hávaða. Síðustu mælingar voru gerðar árið 2012 þegar kersmiðjan tók til starfa, og voru niðurstöður undir viðmiðunarmörkum reglugerðarinnar. Þar sem ekki eru áætlaðar breytingar í starfsemi fyrirtækisins verða næstu mælingar gerðar árið 2020.

Úrgangsmál

Alcoa Fjarðaál hefur þá sýn að hægt sé að endurvinna allan úrgang og að urðun sé síðasti kostur. Fyrirtækið leggur áherslu á að leita leiða til að koma úrgangi og spilliefnum frá framleiðslu til endurvinnslu, en markmið móðurfélagsins eru að árið 2030 fari engar aukaafurðir til urðunar.

Flokkun á upprunastað er undirstaða þess að hægt er að koma stærstum hluta úrgangs til endurvinnslu frá fyrirtækinu. En að auki er stöðugt leitað tækifæra til lágmörkunar til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Hlutfallsleg skipting og ráðstöfun aukaafurða árið 2018 – mynd 8

Heildarmagn úrgangs á árinu 2018 var 57.929 tonn og þar af voru 99,4% endurunnin og 0,3% sem send voru til brennslu innanlands. Alls fóru 216 tonn af úrgangi til urðunar, eða tæp 0,4% af heildinni. Þetta er lækkun um 36% á milli ára en í lok júní 2018 var lífrænn úrgangur frá mötuneyti og kaffi­stofum í fyrsta skipti sendur til jarð­gerðar hjá sveitarfélaginu Fjarða­byggð sem hóf slíka vinnslu á árinu. Ljóst er að sellulósi, sem er lífrænn úrgangur frá vatnshreinsivirki mun líklega ekki nýtast til moltugerðar að sinni, en það er nánast eini úrgangurinn sem fer að staðaldri til urðunar. Áfram verður leitað leiða til þess að lágmarka urðun og koma sellulósa í nýtingarferli.

Urðunarhlutfall lækkar frá fyrra ári um 0,3% en heildarmagn úrgangs hækkaði um tæp 6% á milli ára. Að hluta til er hækkunin tilkomin vegna aukins kerbrots, sem ekki var gert ráð fyrir fyrr en á árinu 2019 en einnig var vart við aukningu í framleiðsluúrgangi, vegna óstöðugleika sem árið einkenndist af og hefur þegar verið fjallað um. Þar áttu kerlekar þátt í magnaukningu, en óstöðugleiki í rekstri hefur almennt áhrif á úrgangsmyndun til aukningar.

Mestur hluti, eða um 98% úrgangs verður til vegna framleiðslunnar. Á mynd 8 má sjá hlutfall úrgangs og spilliefna, annars vegar frá framleiðslunni og hins vegar frá almennum rekstri. Einnig sést hlutfallslegt magn úrgangs sem fór til urðunar af heildarmagni. Hreinsaðar forskautaleifar eru um 80% af heildarmagni þess úrgangs sem er sendur til endurvinnslu. Þær eru endurunnar í Mosjøen í Noregi og notaðar í ný forskaut og voru 23% af heildarmagni innfluttra forskauta.

Undanfarin ár hefur náðst mikill árangur í endurbræðslu innanhúss á álfleytum2 (e. skimmings), en á síðasta ári voru einungis send 14 tonn til endurvinnslu, miðað við allt að 2.000 tonn á síðustu árum. Samtals voru endurbrætt ál og álfleytur innanhús 6.045 tonn, eða 1,7% af heildarframleiðslu kerskála.

Nánar um úrgangsmál

Frárennsli

Skólp frá fyrirtækinu og nærliggjandi iðnaðarsvæði er meðhöndlað í hreinsivirki sem staðsett er á iðnaðarsvæðinu við Hraun. Skólpið fer í gegnum fjögurra þrepa hreinsun áður en því er veitt til sjávar. Föstum efnum úr skólphreinsistöð er komið til endurvinnslu í jarðvegsgerð í tengslum við skógrækt. Hreinsivirkið er rekið af þriðja aðila.

Frárennsli af svæðum þar sem unnið er með olíu eða efnavöru er leitt í gegnum olíuskiljur og frárennsli frá eldhúsi er leitt gegnum fitugildru. Eru þær tæmdar reglulega og olíumenguðu vatni komið í úrvinnslu hjá viðeigandi aðilum þegar við á.

Yfirborðsvatn af iðnaðarlóð er leitt um settjarnir áður en það rennur til sjávar. Sýni eru tekin úr frárennsli tjarna að hausti og vori. Sýnin árið 2018 voru undir starfsleyfismörkum. Niðurstöður mælinga á áli, olíu/fitu og flúoríðum eru gefnar upp sem hæsta og lægsta gildi í kafla 7.2. Samkvæmt starfsleyfi má magn svifagna í frárennsli ekki aukast um meira en 10 mg/L miðað við mælt magn í innrennsli. Mesta hækkun mældist í einu sýni 9 mg/L en almennt var um lækkun að ræða.

Næsti kafli

Fyrri kafli