Alcoa Fjarðaál

Umhverfi

Mannauður

Samfélag

Efnahagur og virðiskeðja

Samfélagsskýrsla 2020 Samfélagsskýrsla 2019 Samfélagsskýrsla 2018 Samfélagsskýrsla 2017 Samfélagsskýrsla 2016

SAMFÉLAGSMARKMIÐ – ÁRANGUR

2018
2019
Að bein losun frá framleiðslu lækki um 0,5-1% á árinu 2018, með bættri nýtingu kolefnis í framleiðsluferlinu.
Bein losun frá framleiðslu jókst á árinu um 0,3%. Óstöðugleiki ársins 2018 varð til aukningar á losun, en stöðug vinna er í gangi til að bæta nýtni hráefna í átt að minnkaðri losun.
Að við útskipti á ökutækjum verði valinn umhverfisvænni/minna mengandi kostur.
Endurnýjun á ökutækjum gekk ekki eftir eins og var áætlað 2018. Þó voru tveir nýir raflausnarbílar keyptir inn á árinu sem að leysa ríflega 10 ára gamla bíla af hólmi. Þeir eru dísilknúnir og sparneytnari en fyrirrennarar þeirra og voru teknir í umferð í lok ársins 2018.
Óbein losun gróðurhúsalofttegunda eða losun frá hliðarstarfsemi framleiðslunnar (e. scope 2) verður kortlögð og sett verður upp aðgerðaáætlun fyrir kolefnisbindinu í átt að kolefnishlutleysis starfseminnar (utan ETS).
Þessu var slegið á frest en verður unnið samhliða innleiðingu á ASI staðli á árinu 2020.
Greind verður kolefnislosun frá samgöngum, flutningi vara og framleiðslu.
Þessu var slegið á frest en verður unnið samhliða innleiðingu á ASI staðli á árinu 2020.
Innleitt verður reglulegt eftirlit með notkun og skiptingu jarðefnaeldsneytis farartækja innan lóðar.
Þetta hefur ekki verið innleitt og þarf að kanna betur umfang á verkefninu og hvort mögulegt verður að framfylgja því á árinu 2020.
Stefnt er á að lágmarka magn almenns úrgangs frá starfseminni um að minnsta kosti 10% frá árinu 2018.
Almennur úrgangur jókst á milli ára svo markmiðið náðist ekki. Unnið verður að því áfram að leita leiða til að minnka myndun úrgangs.

Alcoa Fjarðaál vinnur að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni með markvissum aðgerðum og setur sér metnaðarfull innri markmið í umhverfismálum á ári hverju.
Fyrirtækið hefur frá því að álverið hóf rekstur staðið fyrir yfirgripsmikilli umhverfisvöktun í Reyðarfirði í samræmi við vöktunaráætlun sem er samþykkt af Umhverfisstofnun. Niðurstöður eru birtar árlega í ársskýrslu sem er aðgengileg á heimasíðum Alcoa Fjarðaáls og Umhverfisstofnunar. Tilgangur umhverfisvöktunarinnar er að meta áhrif starfsemi álversins á umhverfið í nágrenni þess.

Helsta uppspretta mengandi efna frá framleiðslunni í lofti er útblástur frá kerskála. Sá útblástur fer annars vegar upp um rjáfur skálanna og er hins vegar sogaður burt frá kerum og leiddur um þurrhreinsivirki eins og lýst er í kaflanum um framleiðsluferlið.

Grænt bókhald

Tilkynningar

Á árinu 2019 voru sendar inn 25 formlegar tilkynningar vegna frávika til Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Þetta er svipaður fjöldi tilkynninga og árið á undan. Óvenjumargar tilkynningar voru á árunum 2018 og 2019 miðað við fyrri ár en fjöldinn stafar af óstöðugleika í kerrekstri síðast liðin tvö ár, sem leiddi til fleiri kerleka en í venjulegu árferði. Kerlekar geta haft í för með sér sýnilega mengun, en eru einangraðir innan svæðis og hafa takmörkuð áhrif á umhverfi. Á síðari hluta ársins var ákveðið í samstarfi við Umhverfisstofnun að í staðinn fyrir að allir smálekar væru tilkynntir var bara tilkynnt um leka þegar rjúfa þurfti straum þar sem það hefur áhrif á starfsemi hreinsivirkis. Alls voru sendar inn 14 tilkynningar varðandi kerleka og vinnu tengda hreinsun á þeim. Aðrir viðburðir sem tilkynnt var um voru eftirfarandi:

  • Í janúar var skipulagt rafmagnsleysi tilkynnt vegna viðgerðar á leiðurum tveggja kera í kerskála. Í sama mánuði var einnig tilkynnt vandamál með mælitæki í reykhreinsivirki og þá var Umhverfisstofnun upplýst vegna nýrra úrvinnsluaðila kerbrota og útflutningsleyfa þar að lútandi.
  • Í apríl var tilkynnt um óhapp er 50-80 lítrar af gírolíu láku úr birgðartanki á malbikað plan innan lóðar Fjarðaáls. Öll olían var hreinsuð upp.
  • Í júní var tilkynnt um að vestara reykhreinsivirkið var niðri í tvo klukkutíma vegna bilunar og því sýnileg mengun frá kerskála.
  • Í september var tilkynnt um ójafnvægi í rekstri kerskálans
  • Í október var tilkynnt um leka á þeytilausn frá víravél í steypuskála niður á hluta hafnarsvæði Eimskipa. Hluti lausnarinnar endaði í sjó en er skaðlaus fyrir lífríki.
  • Í desember var tilkynnt um rafmagnstruflanir í reykhreinsivirkinu með þeim afleiðingum að hluti afsogsblásara urðu rafmagnslausir.

Hvað er kerleki?
Kerlekar verða þegar hliðarfóðring eða botn kers gefur sig og fljótandi ál og/eða raflausn lekur úr kerum. Þetta gerist yfirleitt þegar ker er komið á sitt síðasta aldursskeið og óstöðugleiki í rekstri kersins veldur truflun á eðlilegum rekstri þess, með þessum afleiðingum. Til þess að efla öryggi í kerskála þá hefur eftirlit verið aukið með eldri kerum og sýnatökum úr þeim fjölgað. Þannig næst betur að hafa stjórn á flestum kerum sem lenda í þessum aðstæðum, en í sumum tilfellum, þar sem ekki næst að lagfæra rekstur kerana, leiðir það til kerleka. Við kerleka getur orðið mikið sýnilegt ryk og gufumyndun. Öryggi starfsmanna er alltaf haft í fyrirrúmi og fylgja starfsmenn ströngum viðbragðsáætlunum þegar um kerleka er að ræða. Viðbragðsáætlun í kerskála vegna kerleka miðar að því að hægt sé að bregðast eins skjótt við og hægt er, til að lágmarka hugsanleg umhverfis,- heilsu,- og öryggisáhrif sem svona viðburður getur haft í för með sér.

Hvað er kerleki?

Hráefnis- og auðlindanotkun

Framleiðsla áls árið 2019 var 334.858 tonn, sem er lækkun um nær 12 þúsund tonn milli ára og var heildar rafmagnsnotkun á hvert framleitt tonn af áli 14.451 kwh og hækkaði úr 14.238 kwh. Skýringuna á því að orkunýtni var minni má rekja til óstöðugleika í rekstri á síðari hluta ársins. Ástæðan var einkum rakin til vandamála í rekstri kerskála sem orsakaðist af heitri kerlínu, aukningu í skautskiptum og tíðum kerlekum.

Samanlögð notkun jarðefnaeldsneytis á farartæki lækkaði frá fyrra ári um 12.139 L

Afleiðingarnar voru til dæmis fjölgun heitra kera, aukning á HF losun og almennur óstöðugleiki. Gripið var til margþættra aðgerða, straumur var lækkaður og fengin aðstoð sérfræðinga í kerrekstri frá móðurfélaginu til að vinna með sérfræðingum kerskála Fjarðaáls að lausn vandamálsins.

Rístími jókst í kjölfar þessa óstöðugleika og þar af leiðandi var aukning á losun PFC frá starfseminni. Notkun álflúoríðs jókst um 225 tonn milli ára. Flúorlosun jókst einnig á þessu tímabili en var þó innan ársmeðaltals starfsleyfis og flúor í grasi yfir sumartímann var undir viðmiðunarmörkum. Fylgst var með HF styrk í andrúmslofti á vöktunarstöðvunum, sérstaklega á stöð 2 en þessi óstöðugleiki virtist ekki hafa áhrif á loftgæði á svæðinu.

Í byrjun janúar 2019 voru tilbúin tvö endurfóðruð ker frá lokum árs 2018 til að skipta út í kerskála. Í heildina voru endurfóðraðar 67 kerskeljar árið 2019. Alls voru notuð 1.340 bakskaut til þess að fóðra þessar skeljar og var heildarþyngd þeirra um 1.892 tonn. Notaður var umhverfisvænni þjöppusalli en áður hefur verið gert í endurfóðurunarferlinu, samtals um 502 tonn.

Samanlögð notkun jarðefnaeldsneytis á farartæki lækkaði frá fyrra ári um 12.139 L. Notkun á dísilolíu lækkaði úr 503.119 L í 490.980 á milli áranna 2018 og 2019. Notkun á bensíni jókst, úr 7.503 L í 9.252. Minnkun á notkun jarðefnaeldsneytis á farartækjum samsvarar losun um 27,1 tonn ígilda CO2. Möguleg áhrif til þessarar breytinga, geta verið breytingar á akstursleiðum eða aksturstíma og haft áhrif á notkun til aukningar. Þegar aksturstímar ársins 2018 voru bornir saman við árið 2019 kom í ljós að aksturstími vinnutækja á álverslóð minnkaði um 138 klukkustundir.

Tafla 1

Samanburður aksturstíma ökutækja milli ára201720182019
Lyftarar 16.50522.03723.000
Deiglubílar 9.90010.7529.791
Skautbílar 16.25115.80316.998
Baðbílar 3.268 3.3722.543
Ryksugubíll 2.084 2.2502.600
Moksturstæki 1.595 1.253382
Sópbílar 423 285300
Samtals 50.02655.75255.614
Aukning akstursstunda 5.726
Fækkun akstursstunda 138

Notkun própans jókst nokkuð á milli ára eða um tæplega 65.000 L. Þessi aukning samsvarar 98 tonnum CO2 ígilda. Própan er notað til forhitunar á búnaði í steypuskála, m.a. mótum á hleifasteypuvél. Aukninginn á notkun própans árið 2019 skýrist að hluta til af aukinni forhitun á mótum og áldeiglum en árið á undan.

Í töflu 2 er yfirlit yfir orkunotkun úr þeim eldsneytisgjöfum sem notaðir voru á svæðinu, en heildarorkunotkun í gígajoulum jókst um 16,6% árið 2019 miðað við árið á undan og skýrist að mestu vegna aukningar á própan notkun.

Tafla 2

Orkunotkun úr eldsneyti í gígajoulum 2017 2018 2019 Hlutfallsleg breyting milli ára
Díesel 19.124 19.420 18.953 2,4%
Bensín 184 257 316 23,3%
Própan 14.554 14.107 20.134 42,7%
Samtals orkunotkun33.935 33.78439.403 16,6%
Nánar um hráefnis- og auðlinda notkun

Losun í andrúmsloft

Fylgst er með losun helstu mengandi efna en þau eru loftkennt flúoríð (HF), ryk og brennisteinsdíoxíð (SO2) auk gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2), flúorkolefna (PFC) og brennisteinshexaflúoríðs (SF6).

Losun heildaflúoríðs (kg/t ál) - mynd 2

Losun ryks (kg/t ál) - mynd 3

Heildarlosun flúors var 0,34 kg á hvert framleitt áltonn sem er hækkun frá fyrra ári og var yfir innri markmiðum fyrirtækisins. Heildarryklosun var við innra markmið fyrirtækisins og mældist 0,40 kg/t ál og stóð í stað milli ára.

Losun brennisteinsdíoxíðs frá forskautum (kg/t ál) - mynd 4

Losun koltvísýrings (t CO2/ t ál) - mynd 5

Losun brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá notkun forskauta var nokkuð undir mörkum eða 12,72 kg/t áls. Losunin var svipuð og fyrri ár (mynd 4). Fylgst er vel með brennisteinsinnihaldi skauta og berast vikulega upplýsingar frá birgja. Heildarlosun brennisteinssambanda sem SO2 nam 14,01 kg/t ál og hækkaði lítillega á milli ára.

Losun gróðurhúsalofttegunda
Losun koltvísýrings (CO2) er reiknuð út frá notkun forskauta með massajafnvægisreikningum. Losun árið 2019 var 1.60 t CO2/t ál og eykst frá fyrra ári.

Á mynd 6 sést losun flúorkolefna (PFC) sem ígildi CO2 á árunum 2015–2019. PFC er gróðurhúsalofttegund sem myndast við spennuris í kerum og útblástur þessara efna er reiknaður út frá fjölda og tímalengd spennurisa. Árið 2019 voru losuð 0,115 tonn CO2-ígilda af PFC efnum á hvert framleitt áltonn. Þetta samsvarar að 4,42 tonn af PFC efnum út í andrúmsloft. Losun á PFC efnum eykst frá fyrra ári. Hækkun má rekja til óstöðugleika í álframleiðslu sem fjallað var um í köflum 7.1.1 og 7.3.

Losun flúorkolefna sem CO2 -ígildi (t ígildi CO2/t ál) - mynd 6

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslu hækkaði milli ára sem nam rúmum 13.975 tonnum ígilda CO2. Þessi hækkun stafar helst af losun PFC efna og skautanotkunar. Á árinu var ekki notað neitt brennisteinshexaflúoríð til fyllingar á rofabúnað.

Tafla 3

Nánar um losun í andrúmsloft

Flúor í grasi – umhverfisvöktun

Umhverfisvöktun Alcoa Fjarðaáls er yfirgripsmikil en hún er í samræmi við vöktunaráætlun á helstu þáttum umhverfis í Reyðarfirði, svo sem mælingar á loftgæðum og gróðurrannsóknir. Niðurstöðurnar eru kynntar í ársskýrslu sem kemur út í maí en hún er aðgengileg á vef Umhverfisstofnunar og vef Alcoa Fjarðaáls. Einn þáttur sem vel er fylgst með yfir sumarmánuði er styrkur flúors í grasi en niðurstöður þeirra mælinga eru sýndar á mynd 7. Meðalstyrkur flúors í grasi sumarið 2019 var svipaður samanborið við gildi ársins 2018. Lægstu meðalgildin mældust í fyrstu sýnatökunni í júní. Eftir því sem leið á sumarið fóru niðurstöður mælinga almennt hækkandi og lokaniðurstaðan var innan viðmiðunarmarka, svipaðar og sumarið 2018.

Heildarniðurstöður flúor í grasi (µg/g) - mynd 7

Styrkur flúors í grasi. Appelsínugula línan sýnir mörk til viðmiðunar fyrir grasbíta sem sett hafa verið í vöktunaráætlun.

Í álverinu er starfandi stýrihópur allt árið um kring til að vakta þessa vinnu og árangur. Starfsfólk fær umhverfisfræðslu svo það átti sig á mikilvægu hlutverki þess í að lágmarka losun og vel er fylgst með áreiðanleika mengunarvarnarbúnaðar. Ytri þættir hafa einnig áhrif á styrk flúors í grasi svo sem veðurfar og staðhættir. Ástæðan fyrir því að fylgst er náið með flúorstyrk í grasi er til að tryggja heilbrigði dýra sem ganga í firðinum. Gott samstarf hefur verið við bændur sem stunda sauðfjárrækt í Reyðarfirði og hafa dýralæknar skoðað dýrin árlega. Niðurstöður rannsókna benda til þess að losun flúors hafi ekki áhrif á heilsufar dýra á svæðinu.

Hávaði

Alcoa Fjarðaál mælir umhverfishávaða frá starfsemi sinni í samræmi við ákvæði starfsleyfis. Þessar mælingar eru gerðar á átta ára fresti samkvæmt mæliáætlun, eða ef gerðar eru breytingar á rekstri, í samræmi við reglugerð 724/2008 um hávaða. Síðustu mælingar voru gerðar árið 2012 þegar kersmiðjan tók til starfa, og voru niðurstöður undir viðmiðunarmörkum reglugerðarinnar. Þar sem ekki eru áætlaðar breytingar í starfsemi fyrirtækisins verða næstu mælingar gerðar árið 2020.

Úrgangsmál

Alcoa Fjarðaál hefur þá sýn að hægt sé að endurnýta eða endurvinna allan úrgang og að urðun sé síðasti kostur. Fyrirtækið leggur áherslu á að leita leiða til að koma úrgangi og spilliefnum frá framleiðslu til endurvinnslu, en markmið móðurfélagsins eru að árið 2030 fari engar aukaafurðir til urðunar.

Flokkun á upprunastað er undirstaða þess að hægt er að koma stærstum hluta úrgangs til endurvinnslu frá fyrir­tækinu. En að auki er stöðugt leitað tækifæra til lágmörkunar til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Hlutfallsleg skipting og ráðstöfun aukaafurða árið 2019 – mynd 8

Heildarmagn úrgangs á árinu 2019 var 63.672 tonn, þar af voru 92,4% endurunnin og 0,3% sem send voru til brennslu innanlands. Alls fóru 4.377 tonn af úrgangi til urðunar, eða tæp 7,3% af heildinni. Þetta er aukning milli ára og munar þar mestu um að kerbrot voru send til urðunar í stað endurvinnslu líkt og undanfarin ár og sellulosi, sem er lífrænn úrgangur frá vatnshreinsivirki. Áfram verður leitað leiða til þess að lágmarka urðun og koma kerbrotum og sellulósa í nýtingarferli.

Urðunarhlutfall hækkar frá fyrra ári úr 0,5% í 7,3% en heildarmagn úrgangs jókst um 10% á milli ára. Að hluta til er aukningin tilkomin vegna aukins kerbrots sem fór í urðun í stað endurvinnslu, en einnig var vart við aukningu í framleiðsluúrgangi, vegna óstöðugleika sem árið einkenndist af og hefur þegar verið fjallað um. Þar áttu kerlekar þátt í magnaukningu, en óstöðugleiki í rekstri hefur almennt áhrif á úrgangsmyndun til aukningar.

Mestur hluti, eða um 96% úrgangs verður til vegna framleiðslunnar. Á mynd 8 má sjá hlut­fall úrgangs og spilli­efna, annars vegar frá fram­leiðsl­unni og hins vegar frá almennum rekstri. Einnig sést hlutfallslegt magn úrgangs sem fór til urðunar af heildarmagni. Hreinsaðar forskautaleifar eru um 81% af heildarmagni þess úrgangs sem er sendur til endurvinnslu. Þær eru endurunnar í Mosjøen í Noregi og notaðar í ný forskaut og voru 24% af heildarmagni innfluttra forskauta.

Nánar um úrgangsmál

Frárennsli

Skólp frá fyrirtækinu og nærliggjandi iðnaðarsvæði er meðhöndlað í hreinsivirki sem staðsett er á iðnaðarsvæðinu við Hraun. Skólpið fer í gegnum fjögurra þrepa hreinsun áður en því er veitt til sjávar. Föstum efnum úr skólphreinsistöð er komið til endurvinnslu í jarðvegsgerð í tengslum við skógrækt. Hreinsivirkið er rekið af þriðja aðila.

Frárennsli af svæðum þar sem unnið er með olíu eða efnavöru er leitt í gegnum olíuskiljur og frárennsli frá eldhúsi er leitt gegnum fitugildru. Eru þær tæmdar reglulega og olíumenguðu vatni komið í úrvinnslu hjá viðeigandi aðilum þegar við á.

Yfirborðsvatn af iðnaðarlóð er leitt um settjarnir áður en það rennur til sjávar. Sýni eru tekin úr frárennsli tjarna að hausti og vori. Sýnin árið 2019 voru undir starfsleyfismörkum. Niðurstöður mælinga á áli, olíu/ fitu og flúoríðum eru gefnar upp sem hæsta og lægsta gildi í kafla 7.2. Samkvæmt starfsleyfi má magn svifagna í frárennsli ekki aukast um meira en 10 mg/L miðað við mælt magn í innrennsli. Almennt var um fækkun svifagna að ræða fyrir afrennsli tjarnanna fyrir árið 2019.

Næsti kafli

Fyrri kafli