Ágæti lesandi.
Árið 2023 stóð áliðnaðurinn á heimsvísu frammi fyrir ákveðnum áskorunum. Í kjölfar COVID ríkti nokkur óvissa á markaðinum, þar á meðal fyrir álframleiðslu Alcoa Fjarðaáls. Álverð, sem hafði náð methæðum snemma árs 2022, lækkaði verulega árið 2023. Stríðið í Úkraínu og önnur landfræðipólitísk spenna hafði slæm áhrif á virðiskeðju áls og áhrifin náðu bæði til eftirspurnar eftir áli og framboðs á nauðsynlegum íhlutum og aðföngum sem eru mikilvæg fyrir framleiðsluna okkar. Þessi áhrif skiluðu sér í lægra viðbótarálagi af skráðu álverði (e. premiums), minni tekjum af rekstri Fjarðaáls og auknum þrýstingi á stöðu kostnaðarreiknings hjá okkur.
Þrátt fyrir þessar áskoranir erum við stolt af afrekum okkar á árinu 2023. Okkur tókst að auka framleiðslu kera í fulla afkastagetu og auka þar með heildarálframleiðslu fyrirtækisins. Það má segja að árið 2023 hafi verið ár lærdóms og sigra. Við lögðum okkur fram við að draga úr flúorlosun og náðum að halda henni undir mörkum síðustu mánuði ársins eftir að hafa þurft að glíma við ýmsar áskoranir yfir sumarið. Þó að sá árangur gefi okkur ástæðu til að fagna, þá veitti þessi reynsla okkur einnig dýrmæta lexíu sem við munum nýta til enn betri árangurs á árinu 2024.
Annað áherslusvið til umbóta eru öryggismálin hjá okkur. Fjarðaál státar af fyrsta flokks öryggisskýrslukerfi sem samanstendur m.a. af dýrmætu fræðsluefni og stefnumótandi leiðbeiningum til að hlúa að þroskuðu öryggiskerfi og öruggum vinnustað. Á árinu 2024 munum setja í forgang innleiðingu á „stoppum fyrir öryggi“ , en það er mikilvægur þáttur í stefnu okkar.
Markmið okkar fyrir árið 2024 er að skara fram úr í kjarnastarfsemi okkar eins og álverinu er ætlað. Við viljum hlúa að afkastamikilli menningu sem leggur áherslu á forgangsröðun, dregur úr truflunum og flækju og stuðlar að stöðugleika og öruggum vinnustað fyrir starfsfólk okkar. Fólkið okkar, stöðugleiki og framleiðni eru þrjú helstu stefnumótandi forgangsverkefni okkar. Við erum að styrkja öryggiskerfi okkar og menningu í þeirri viðleitni að gera Fjarðaál að enn öflugra fyrirtæki sem setur í forgang að stöðva vinnu ef eitthvað virðist ekki vera rétt. Jafnframt viljum við bæta ímynd Fjarðaáls og vera ákjósanlegur vinnustaður fyrir fólkið okkar, þrátt fyrir samkeppni á markaði. Á árinu 2024 mun samræming heimsmarkmiða SÞ – Sameinuðu þjóðanna við samfélagsleg markmið fyrirtækisins koma skýrlega í ljós. Alcoa Fjarðaál vill ganga á undan með góðu fordæmi og vera fyrirmynd annarra fyrirtækja hvað varðar samfélagsábyrgð. Við erum staðráðin í að vinna náið með nærsamfélaginu og hagsmunaaðilum og við gerum okkur grein fyrir mikilvægi gagnsærra upplýsinga. Sem dæmi má nefna að þessi skýrsla hefur verið þýdd á ensku í annað sinn til að veita aðgengilega upplýsingagjöf fyrir alþjóðlega viðskiptavini okkar.
Alcoa Fjarðaál, sem er eitt af stærstu iðnfyrirtækjum landsins, flutti út vörur fyrir 127 milljarða króna á síðasta ári, en 33% af útflutningsverðmætinu urðu eftir í landinu. Auk þess lagði fyrirtækið til rúmlega einn milljarð króna í skatta og opinber gjöld á Íslandi. Samfélagsskýrslan okkar er aðgengileg á samfelagsskyrsla.is í rafrænu formi sem og á prentuðu formi, en hún veitir öllum hagsmunaaðilum upplýsingar um samfélagslega ábyrgð og starfsemi félagsins. Við tökum vel á móti ábendingum eða athugasemdum með tölvupósti á fjardaal@alcoa.com.
Með von um að þú njótir lestursins.
Fernando Costa
forstjóri Fjarðaáls