Samfélag

Alcoa Fjarðaál telur að forsenda þess að treysta hag hluthafa og hagsmunaaðila liggi í góðum stjórnarháttum þar sem hlutverk og ábyrgð stjórnenda eru skýr. Fyrirtækið leggur áherslu á opið og virkt samtal við nærsamfélagið. Stjórnendur eiga í reglulegum samskiptum við hagsmunaaðila og funda með þeim um sameiginleg hagsmunamál. Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) veita fé til mikilvægra málefna með áherslu á verkefni sem tengjast áhrifasvæði álversins. Alcoa Fjarðaál hefur vaktað samfélagsvísa frá því rekstur álversins hófst. 

Alcoa Fjarðaál leggur áherslu á opið og virkt samtal við nærsamfélagið.

Hagsmunaaðilagreining

Fjarðaál hefur unnið greiningu á hagsmunaaðilum félagsins til að gera sér betur grein fyrir þörfum og áherslum hópanna. Hagsmunaaðilar skiptast í beina hagsmunaaðila, nærumhverfi, samfélag og alþjóðaumhverfi. Hagsmunaaðilagreining fyrirtækisins var gerð á hugarflugsfundi með þverfaglegum hópi starfsmanna. Taldir voru upp hagsmunaaðilar og þeir skilgreindir eftir snertifleti og mikilvægi.  

Hagsmunaaðilar

Alcoa Fjarðaál er stórt fyrirtæki í litlu samfélagi og því fylgir mikil ábyrgð. Fjarðaál hefur ávallt lagt mikið upp úr góðum samskiptum við fjölbreytta hópa hagsmunaaðila með reglulegum fundum og samstarfi. 

Könnun meðal hagsmunaaðila

Í byrjun árs 2019 framkvæmdi Gallup viðhorfskönnun meðal helstu hagsmunaaðila Fjarðaáls, annarra en íbúa og starfsmanna. Í þessari könnun var fyrst og fremst horft til birgja, verktaka og annarra samstarfsaðila. Markmiðið var að kanna viðhorf þessara aðila til fyrirtækisins og hvernig þeir meta árangur Fjarðaáls í samfélagsábyrgð. Í úrtakinu voru 110 aðilar og var svarhlutfall 65%. Markmiðið er að gera slíka hagsmunaaðilakönnun annað hvert ár og því var hún ekki framkvæmd árið 2020.

Í könnunni voru þeir sem það átti við spurðir hvort þeir myndu mæla með Alcoa Fjarðaáli sem góðum viðskiptaaðila við önnur fyrirtæki. Alls sögðust 58% þátttakenda mæla með Fjarðaáli sem góðum viðskiptaaðila, 32% voru hlutlausir en 10% sögðust ekki mæla með því. Af þeim sem mæltu með Fjarðaáli sem góðum viðskiptafélaga nefndu flestir að fyrirtækið væri traust og þar ríkti fagmennska. 

Á mynd 16 má sjá hvernig svarendur töldu Fjarðaál standa sig varðandi mismunandi áherslur samfélagsábyrgðar í byrjun árs 2019. 

Af niðurstöðunum má álykta að helstu tækifæri fyrir Fjarðaál til að gera betur í samfélagsábyrgðarmálum felast í auknum samskiptum við almenning og að vinna nánar með hagsmunaaðilum sínum. Eins og áður sagði er áætlað að framkvæma þessa könnun annað hvert ár og þannig verður hægt að fylgjast með hvort breyttar áherslur og aðgerðir muni leiða til jákvæðra breytinga á þessum mælikvörðum. Þá voru þessar sömu spurningar, um árangur Fjarðáls í samfélagsábyrgð, einnig lagðar fyrir almenning í nærsamfélaginu, á landinu öllu og starfsfólk Fjarðaáls. 

Samfélagsábyrgð – nánir hagsmunaaðilar

Samfélagsábyrgð – íbúar á austurlandi

Samfélagsábyrgð – starfsfólk fjarðaáls

Styrkir til góðra verka

Árið 2020 vörðu Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) samtals tæpum 70 milljónum króna í styrki til hinna ýmsu samfélagsverkefna, fyrst og fremst á Austurlandi. Þetta er mikil lækkun milli ára en árið á undan voru veittar um 200 milljónir í styrki. Skýringin er sú að Fjarðaál hefur lokið samningi sínum við félagið Vinir Vatnajökuls sem var stærsti styrkurinn sem Fjarðaál veitti árlega auk þess sem árið 2019 kom til aukinna framlaga frá Alcoa Foundation til verkefna hjá Háskólanum í Reykjavík og Landgræðslu ríkisins. Enn fremur var dregið nokkuð úr samfélagsstyrkum frá Fjarðaáli árið 2020 vegna erfiðs rekstrarástands. Frá árinu 2003 hefur fyrirtækið varið samtals um 1,9 milljarði króna til samfélagsstyrkja af margvíslegu tagi. Ekki er veittur stuðningur til einstaklinga, stjórnmálasamtaka, trúfélaga eða til almenns reksturs félaga.

Árið 2020 var efnt til samstarfsverkefnis stóru sveitarfélaganna tveggja á Austurlandi, Fjarðabyggðar og Múlaþings um að efla sjálfsvitund og sjálfstraust ungmenna í grunnskólum sveitarfélagsins. Verkefnið hlaut 100 þúsund bandaríkjadali í styrk frá sjóðnum og er til tveggja ára.  

Styrkveitingar 2020 – upphæðir eftir flokkum

Samfélagsmarkmið og árangur

Að samfélagsábyrgð verið sett inn í kennsluskrá Stóriðjuskólans. Markmiðið er að efla þekkingu starfsmanna á samfélagsábyrgð og vekja áhuga þeirra á að vinna verkefni því tengdu í náminu.

Ekki lokið en verður klárað sem markmið undir mannauði á næsta ári.

Að lágmarki 75% íbúa á Mið-Austur­landi séu jákvæðir gagnvart Alcoa Fjarðaáli og að starfsánægja hjá Fjarðaáli haldist að lágmarki 4,22.

Markmiði náð að hálfu leyti. Ánægja íbúa er yfir 75% en starfsánægja lækkaði milli ára og náði ekki markmiðinu.

Opin ráðstefna um jafnrétti og vinnustaðamenningu verður haldin á Austurlandi.

Staðið, sjá Samfélagsviðburðir og sjálfboðavinna.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem falla að starfsemi Fjarðaáls verði samþætt inn í samfélagsstefnu fyrirtækisins og kynnt helstu hagsmunaaðilum.

Staðið, Fjarðaál innleiddi samfélagsmarkmiðin í samfélagsskýrslu sinni í fyrra og uppfærði stefnuna í samfélagsmálum út frá því.

Haldinn verður fundur um loftslagsmál fyrir sveitastjórnarfólk á Austurlandi.

Staðið, sjá Hagsmunaaðilar

Bæta við spurningu varðandi samfélagsábyrgð Fjarðaáls í árlegri skoðanakönnun fyrir almenning.

Staðið, sjá Hagsmunaaðilar

Halda opinn íbúafund árið 2020 til að efla samskiptin við íbúa á svæðinu.

Markmið stóðst ekki, frestað vegna COVID-19.

Hefja samstarf við fræðslufulltrúa nærliggjandi sveitarfélaga um verkefni sem stuðlar að bættri sjálfsmynd unglinga.

Stóðst. Efnt til verkefnis í samstarfi við fræðslufulltrúa Fjarðabyggðar og Múlaþings fyrir tilstuðlan styrks frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation). 

Efla stuðning við Austurbrú um uppbyggingu Háskólaseturs á Austurlandi.

Stóðst. Fjarðaál á fulltrúa í undirbúningshópi um uppbyggingu Háskólaseturs og unnið er í því að færa styrk sem fyrst fór til Háskólans á Akureyri yfir til Austurbrúar. 

Samfélagskaflann má finna á bls. 39 – 48.