Alcoa Fjarðaál

Áherslur Alcoa Fjarðaáls í samfélagsábyrgð endurspegla markmið og stefnu fyrir­tækisins sem snúa að því að laga starfsemi sína að hugmynda­fræði sjálfbærrar þróunar. Meginmarkmiðið er að ná jafnvægi milli starfsemi fyrirtækisins og umhverfis-, efnahags- og samfélagslegra þátta. Frá upphafi starfseminnar hefur átt sér stað vöktun umhverfis-, samfélags- og efnahags- vísa og þeim upplýsingum verið komið á framfæri á vefsíðunni sjalfbaerni.is.

Hlutverk álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðar­firði er að framleiða ál á öruggan, umhverfis­­vænan og hagkvæman hátt, í samræmi við kröfur starfsleyfis og gildandi lög og reglu­gerðir. Stefna félagsins er að einbeita sér að þessari kjarnastarfsemi og láta öðrum fyrir­tækjum eftir ýmsa stoðþjónustu sem tengist rekstrinum.

Á þennan hátt stuðlar Alcoa Fjarðaál að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Alcoa Fjarðaál leggur ríka áherslu á að hlúa að mannauði sínum í samræmi við gildi móður­félagsins um heilindi, árangur, umhyggju og hugrekki. Þá hefur Fjarðaál einnig innleitt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og styðst við þau í samfélagsstefnu sinni.

Mannauður

Almenn velferð og öryggi starfsfólks eru ávallt í forgangi. Að sama skapi er lögð áhersla á helgun og þátttöku starfsfólks í starfsumhverfi sem hvetur til stöðugra umbóta og styður við þjálfun og menntun. Alcoa Fjarðaál vinnur markvisst að því að efla og auka jafnrétti og stuðla að fjölbreyti­leika og heilbrigðri vinnu­staðarmenningu. Fyrirtækið fylgir viðmiðum Jafnréttis­sáttmála UN Women og UN Global Compact og reynir ávallt að tryggja að allir einstaklingar hafi jafna möguleika á starfsþróun og jöfn tækifæri varðandi ábyrgð og úthlutun verkefna óháð kyni, kynþætti eða kynhneigð. Fjarðaál lítur til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og eru markmið númer 3 um góða heilsu og velferð og markmið númer 5 um jafnrétti kynjanna höfð að leiðarljósi í stefnu fyrirtækisins í mannauðsmálum.

Mannauður

Umhverfi

Alcoa Fjarðaál fylgir eftir stefnu móðurfélagsins í umhverfis–, heilsu– og öryggismálum. Frammistaða fyrir­tækisins í þeim efnum er vöktuð með reglulegum mælingum með það að markmiði að tryggja stöðugar umbætur. Starfsemin skilur eftir sig umhverfis­fótspor sem hefur verið kortlagt til að lágmarka áhrifin á innra og ytra umhverfi. Í starfseminni er unnið að því með mark­vissum aðgerðum, vöktun og stýringu að nýta auðlindir betur, lágmarka magn úrgangs og spilliefna frá starfseminni og draga úr losun gróðurhúsa­lofttegunda. Fjarðaál lítur til heimsmarkmiða númer 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu og númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum þegar unnið er að umbótum í umhverfis- málum hjá fyrirtækinu.

Unhverfi

Efnahagur / Virðiskeðja

Samfélagsábyrgð Alcoa Fjarðaáls felst í því að tryggja fjárhagslega sjálf­bærni fyrir­tækisins og hafa jákvæð efnahagsleg áhrif í nærsamfélaginu. Alcoa Fjarðaál stuðlar markvisst að uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi með því að bjóða út ýmsa stoð­þjónustu til fyrirtækja í grennd við álverið. Á þann hátt gerir Alcoa Fjarðaál þeim fyrirtækjum kleift að byggja upp starf­semi sína samhliða uppbyggingu atvinnulífsins á svæðinu. Félagið gerir strangar kröfur til birgja og þjónustuaðila hvað viðkemur umhverfis-, heilsu- og öryggismálum. Birgjar verða að uppfylla kröfur um samfélags­ábyrgð auk þess að vera samkeppnishæfir í verði og þjónustu. Heimsmarkmið númer 8 um góða atvinnu og hagvöxt fellur vel að stefnu Fjarðaáls varðandi efnahagsmál.

Efnahagur

Samfélag

Alcoa Fjarðaál leggur áherslu á opið og virkt samtal við alla hagsmunaaðila. Félagið telur að forsenda þess að treysta hag hluthafa og hagsmunaaðila liggi í góðum og gegnsæjum stjórnarháttum. Alcoa Fjarðaál á í nánu sam­starfi við hagsmunaaðila varðandi upp­byggingu innviða samfélagsins sem snerta sam­göngur, nýsköpun, mennta- og félagsmál. Þar að auki leggja Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation fé til ýmissa málefna, menningar­­viðburða og verkefna á Austur­landi. Alcoa Fjarðaál leggur mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í nærsam­félaginu og gagnvart sínum hagsmuna­aðilum sem felst meðal annars í því að breiða út boðskap Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið númer 17 um samvinnu varðandi mark­miðin endurspeglar þær áherslur vel.

Samfélag

Samfélagsmarkmið
Alcoa Fjarðaáls 2023

Á árinu 2024 mun Alcoa Fjarðaál áfram hafa í öndvegi öryggismál og öryggis­menningu. Stjórnendur og starfsfólk vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðamenningu og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Lögð er rík áhersla á jafnréttismál og fjölbreytni til að stuðla að vellíðan, aukinni starfsánægju og helgun starfsfólks.

Alcoa Fjarðaál og starfsfólk Alcoa vinna á hverjum degi eftir gildum fyrirtækisins sem eru:

Heilindi

Árangur

Umhyggja

Hugrekki 

Samfélagsmarkmið Alcoa Fjarðaáls 2023