Alcoa Fjarðaál

Hlutverk álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er að framleiða ál á öruggan, hagkvæman og samfélagslega ábyrgan hátt. Stefna félagsins er að einbeita sér að þessari kjarnastarfsemi og láta öðrum fyrirtækjum eftir ýmsa stoðþjónustu sem tengist rekstrinum. Á þennan hátt stuðlar Alcoa Fjarðaál að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Alcoa Fjarðaál sf. að Hrauni 1 í Reyðarfirði hóf framleiðslu á áli í byrjun apríl 2007 og var framleiðslan komin í fulla afkastagetu í ágúst 2008. Framleiðsluheimild álversins í dag er allt að 360 þúsund tonn af áli á ári samkvæmt starfsleyfi.

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls voru um 570 árið 2022. Auk þeirra vinna að jafnaði um 250 verktakar á vegum annarra fyrirtækja í álverinu eða á lóð álversins við ýmis störf svo sem framleiðslu, viðhald, þjónustu og ráðgjöf. Fyrirtækið starfar samkvæmt starfsleyfi útgefnu þann 8. nóvember 2010.

Mannauður

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls voru um 570 á árinu 2022. Þar af voru konur um 27% starfsmanna sem er hæsta hlutfall sem þekkist innan Alcoa samsteypunnar. Í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls sátu tíu manns í lok árs, þar af ein kona. Starfsmenn fylgja ýmist vinnustaðarsamningi Alcoa Fjarðaáls, AFLs og RSÍ, eða eru með einstaklingsbundna samninga þar sem launaþróun fylgir samningi VR við SA. Alcoa Fjarðaál hefur þá stefnu að útvista þeim verkefnum í starfseminni sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi. Með þeim hætti rennir fyrirtækið stoðum undir uppbyggingu og rekstur annarra fyrirtækja á svæðinu og hefur þannig jákvæð áhrif á frekari atvinnuuppbyggingu á Austurlandi.

Samtals vinna um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu eða á álverssvæðinu. Alls hafa því um 800 manns atvinnu á álverssvæðinu við Reyðarfjörð. Verktakar hjá Alcoa Fjarðaáli starfa meðal annars við rekstur mötuneytis, þrif, verkfræðihönnun og framkvæmd fjárfestingarverkefna, starfsmannaakstur, innkaup og lagerhald á rekstrarvörum og varahlutum, við vélsmíði og viðhald, hafnarstarfsemi og vöruflutninga svo eitthvað sé nefnt. Þessi starfsemi verktaka endurspeglar breytt starfssvið sem hefur jákvæð áhrif á nýsköpun og þróun á svæðinu. Mörg ný fyrirtæki hafa sprottið upp á svæðinu í gegnum árin með því að þjónusta starfsemi álversins.

Mannauður

Umhverfi

Alcoa Fjarðaál vinnur að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni með markvissum aðgerðum og setur sér metnaðarfull innri markmið í umhverfismálum á ári hverju. Fyrirtækið hefur frá því að álverið hóf rekstur staðið fyrir yfirgripsmikilli umhverfisvöktun í Reyðarfirði í samræmi við vöktunaráætlun sem er samþykkt af Umhverfisstofnun. Niðurstöður eru birtar árlega í ársskýrslu sem er aðgengileg á heimasíðum Alcoa Fjarðaáls og Umhverfisstofnunar. Tilgangur umhverfisvöktunarinnar er að meta áhrif starfsemi álversins á umhverfið í nágrenni þess. Helsta uppspretta mengandi efna frá framleiðslunni í lofti er útblástur frá kerskála. Sá útblástur fer annars vegar upp um rjáfur skálanna og er hins vegar sogaður burt frá kerum og leiddur um þurrhreinsivirki eins og lýst er í kafla 6.1 um framleiðsluferli.

Unhverfi

Efnahagur / Virðiskeðja

Samfélagsábyrgð Alcoa Fjarðaáls felst í því að tryggja fjárhagslega sjálfbærni fyrirtækisins og hafa jákvæð efnahagsleg áhrif í nærsamfélaginu. Alcoa Fjarðaál stuðlar markvisst að uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi með því að bjóða út ýmsa stoðþjónustu til fyrirtækja í grennd við álverið. Á þann hátt gerir Alcoa Fjarðaál þeim fyrirtækjum kleift að byggja upp starfsemi sína samhliða uppbyggingu atvinnulífsins á svæðinu. Félagið gerir strangar kröfur til birgja og þjónustuaðila hvað viðkemur umhverfis-, heilsu og öryggismálum. Birgjar verða að uppfylla kröfur um samfélagsábyrgð auk þess að vera samkeppnishæfir í verði og þjónustu. Heimsmarkmið númer 8 um góða atvinnu og hagvöxt fellur vel að stefnu Fjarðaáls varðandi efnahagsmál.

Efnahagur

Samfélag

Alcoa Fjarðaál leggur áherslu á opið og virkt samtal við alla hagsmunaaðila. Félagið telur að forsenda þess að treysta hag hluthafa og hagsmunaaðila liggi í góðum og gegnsæjum stjórnarháttum. Alcoa Fjarðaál á í nánu samstarfi við hagsmunaaðila varðandi uppbyggingu innviða samfélagsins sem snerta samgöngur, nýsköpun, mennta- og félagsmál. Þar að auki leggja Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation fé til ýmissa málefna, menningarviðburða og verkefna á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál leggur mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í nærsamfélaginu og gagnvart sínum hagsmunaaðilum sem felst meðal annars í því að breiða út boðskap Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið númer 17 um samvinnu varðandi markmiðin endurspeglar þær áherslur vel.

Samfélag

Samfélagsmarkmið
Alcoa Fjarðaáls 2022

Árið 2023 mun Alcoa Fjarðaál halda áfram að hafa öryggismál og öryggismenningu í öndvegi. Starfsmenn munu vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðarmenningu og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Aukin áhersla á jafnréttismál og nýja jafnréttisnefnd eykur fjölbreytni í starfsmannahópi og stuðlar að auknu jafnrétti á vinnustaðnum. Áfram er unnið að því að nýta tækninýjungar til að auka tækifæri í framleiðslu, auka samskipti á milli fólks og bæta framleiðni.

Alcoa Fjarðaál og starfsfólk Alcoa vinna á hverjum degi eftir gildum fyrirtækisins sem eru:

Heilindi

Árangur

Umhyggja

Hugrekki 

Samfélagsmarkmið Alcoa Fjarðaáls 2022