Alcoa Fjarðaál

Umhverfi

Mannauður

Samfélag

Efnahagur og virðiskeðja

Samfélagsskýrsla 2019 Samfélagsskýrsla 2018 Samfélagsskýrsla 2017 Samfélagsskýrsla 2016

Skýrslan fylgir nú þriðja árið í röð, alþjóðlegum GRI staðli um samfélagsábyrgð.

GRI - Yfirlitstafla Samfélagsmarkmið 2020

Alcoa Fjarðaál sf. gefur nú út samfélagsskýrslu í fjórða sinn og er grænt bókhald fyrirtækisins einnig hluti af skýrslunni líkt og í fyrri skýrslum. Þessi skýrsla fylgir nú þriðja árið í röð, alþjóðlegum GRI staðli (Global Reporting Initiative Standards) en hann er fyrsti alþjóðlegi staðallinn um samfélags­ábyrgð. Með árlegri útgáfu á samfélagsskýrslu er fyrirtækið að auka gegnsæi í starfsemi þess sem felst meðal annars í því að gera grein fyrir árangri, stöðu verkefna og tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif og mótvægisaðgerðir auk áhrifa á samfélag, mannauð, efnahag og virðiskeðju.

Alcoa Fjarðaál vill vera fyrirmynd í samfélagsábyrgð og hefur markað sér stefnu sem felst meðal annars í því að draga markvisst úr umhverfisáhrifum beint frá starfseminni og í gegnum virðiskeðju félagsins, hafa jákvæð áhrif á samfélagið og stuðla að jákvæðri uppbyggingu vinnustaðarins þar sem karlar og konur fá jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í starfi.

Alcoa Fjarðaál hefur verið aðili að Global Compact í gegnum móðurfélagið frá árinu 2009 og skrifaði fyrirtækið sjálft undir Jafnréttissáttmála UN Women árið 2012. Fyrirtækið hefur einnig verið aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð frá árinu 2014 og er þátttakandi í loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar sem felst í því að draga úr myndun úrgangs og gróðurhúsalofttegunda.

Fjórtán manna stýrihópur um samfélagsábyrgð hefur haldið utan um gerð skýrslunnar í samstarfi við vottaðan GRI ráðgjafa. Efnistök skýrslunnar hafa verið skilgreind miðað við bein tengsl starfseminnar við umhverfi og samfélag, og við niðurstöður samtala við helstu hagsmunaaðila félagsins og starfsmenn. Starfsmenn hafa jafnframt verið hvattir til að taka þátt í mótun meginmarkmiða samfélagsábyrgðar félagsins.

Þær mælingar sem eru birtar í skýrslunni endurspegla helstu snertifleti starfseminnar sem skiptast í eftirfarandi kafla: umhverfi, mannauð, samfélag, virðiskeðju og efnahag. Stýrihópurinn vinnur eftir þessum málaflokkum en hópurinn samanstendur af nokkrum framkvæmdastjórum fyrirtækisins og starfsmönnum frá öllum ferlum þess. Að auki koma fjölmargir starfsmenn stjórnunar-, stoð- og framleiðsluferla að því að taka saman upplýsingar í skýrsluna.

Nánar

ÁVARP FORSTJÓRA

Fjarðaál vill vera öðrum fyrir­tækj­um fyrirmynd í jafn­réttis­mál­um og vald­efl­ingu kvenna.