Umhverfi

Alcoa Fjarðaál vinnur að því að lág­­marka nei­kvæð um­hverfis­­áhrif af starf­­seminni með markvissum að­­gerðum og setur sér metnaðar­full innri mark­mið í umhverfis­­málum á ári hverju. 

Fyrirtækið hefur frá því að álverið hóf rekstur staðið fyrir yfirgripsmikilli umhverfisvöktun í Reyðarfirði í samræmi við vöktunaráætlun sem er samþykkt af Umhverfisstofnun. Niðurstöður eru birtar árlega í ársskýrslu sem er aðgengileg á heimasíðum Alcoa Fjarðaáls og Umhverfisstofnunar. Tilgangur umhverfisvöktunarinnar er að meta áhrif starfsemi álversins á umhverfið í nágrenni þess. 

Helsta uppspretta mengandi efna frá framleiðslunni í lofti er útblástur frá kerskála. Sá útblástur fer annars vegar upp um rjáfur skálanna og er hins vegar sogaður burt frá kerum og leiddur um þurrhreinsivirki eins og lýst er í kafla 6.1 um framleiðsluferli. 

Alcoa Fjarðaál setur sér metnaðarfull innri markmið í umhverfismálum á ári hverju.

Grænt bókhald

Lykiltölur varðandi framleiðslu, hrá­efnis- og auðlindanotkun koma fram í kafla 7.2. sem er tafla yfir Grænt bókhald.

Grænt bókhald

Samfélagsmarkmið og árangur

Að bein losun frá framleiðslu lækki um 0,5 – 1% á árinu 2018, með bættri nýtingu kolefnis í framleiðslu

Bein losun frá framleiðslu jókst á árinu um 0,3%. Óstöðugleiki ársins 2018 varð til aukningar á losun, en stöðug vinna er í gangi til að bæta nýtni hráefna í átt að minnkaðri losun.

Að við útskipti á ökutækjum verði valinn umhverfisvænni/minna mengandi kostur.

Endurnýjun á ökutækjum gekk ekki eftir eins og var áætlað 2018. Þó voru tveir nýir raflausnarbílar keyptir inn á árinu sem að leysa ríflega 10 ára gamla bíla af hólmi. Þeir eru dísilknúnir og sparneytnari en fyrirrennarar þeirra og voru teknir í umferð í lok ársins 2018.

Óbein losun gróðurhúsalofttegunda eða losun frá hliðarstarfsemi framleiðslunnar (e. scope 2) verður kortlögð og sett verður upp aðgerða-áætlun fyrir kolefnisbindinu í átt að kolefnishlutleysis starfseminnar (utan ETS).

Þessu var slegið á frest en verður unnið samhliða innleiðingu á ASI staðli á árinu 2020.

Greind verður kolefnislosun frá samgöngum, flutningi vara og framleiðslu.

Þessu var slegið á frest en verður unnið samhliða innleiðingu á ASI staðli á árinu 2020.

Innleitt verður reglulegt eftirlit með notkun og skiptingu jarðefnaeldsneytis farartækja innan lóðar.

Þetta hefur ekki verið innleitt og þarf að kanna betur umfang á verkefninu og hvort mögulegt verður að framfylgja því á árinu 2020.

Stefnt er á að lágmarka magn almenns úrgangs frá starfseminni um að minnsta kosti 10% frá árinu 2018.

Almennur úrgangur jókst á milli ára svo markmiðið náðist ekki. Unnið verður að því áfram að leita leiða til að minnka myndun úrgangs.

Standast vottun gagnvart ASI staðli á árinu

Markmið stóðst en Alcoa Fjarðál var tekið út gagnvart ASI staðlinum í september 2020. Þar sem vottunin var gerð í fjarfundum vegna COVID er vottunin tímabundin þangað til úttektaraðilar komast á staðinn til að ljúka vottuninni. Sjá nánar í kafla 9 um samfélagsmál.

Skipta út díselknúnum lyfturum fyrir rafmagnslyftara

Markmið stóðst en Fjarðaál fjárfesti í upphafi árs í sex nýjum liþínknúnum lyfturum. Sjá nánar í kafla 9 um samfélagsmál.

Að HF losun á framleitt tonn verði undir 0,250 kg/t

Markmið stóðst ekki þar sem heildarlosun var 0,34 kg/t árið 2020.

Standast kröfur gagnvart ISO 50001 um orkunýtni

Markmið stóðst ekki þar sem ákveðið var að fresta þessari innleiðingu.

Umhverfiskaflann má finna á bls. 18 – 27.