Mannauður

Starfsmenn Fjarðaáls voru um 544 á árinu 2020. Þar af voru konur um 25% starfsmanna sem er hæsta hlutfall sem þekkist innan Alcoa samsteypunnar. Í framkvæmdastjórn Fjarðaáls sitja alls ellefu manns, þar af þrjár konur. Starfsmenn fylgja ýmist vinnustaðarsamningi Alcoa Fjarðaáls, AFLs og RSÍ, eða eru með einstaklingsbundna samninga þar sem launaþróun fylgir samningi VR við SA. 

Fjarðaál hefur þá stefnu að útvista þeim verkefnum í starfseminni sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi. Með þeim hætti rennir fyrirtækið stoðum undir uppbyggingu og rekstur annarra fyrirtækja á svæðinu og hefur þannig jákvæð áhrif á frekari atvinnuuppbyggingu á Austurlandi.

Samtals vinna um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu eða á álverssvæðinu. Alls hafa því um 800 manns atvinnu á álverssvæðinu við Reyðarfjörð. Verktakar hjá Fjarðaáli starfa meðal annars við rekstur mötuneytis, þrif, verkfræðihönnun og framkvæmd fjárfestingarverkefna, starfsmannaakstur, innkaup og lagerhald á rekstrarvörum og varahlutum, við vélsmíði og viðhald, hafnarstarfsemi og vöruflutninga svo eitthvað sé nefnt. Þessi starfsemi verktaka endurspeglar breytt starfssvið sem hefur jákvæð áhrif á nýsköpun og þróun á svæðinu. Mörg ný fyrirtæki hafa sprottið upp á svæðinu í gegnum árin með því að þjónusta starfsemi álversins.

Markmið fyrirtækisins er að laða fleiri konur til starfa og hafa aðgerðir tekið mið af því.

Samsetning vinnuafls eftir störfum

Viðbrögð við COVID-19

Líkt og hjá flestum fyrirtækjum setti heimsfaraldurinn sitt mark á starfsemina og reyndi á aðlögunarhæfni hjá starfsfólki og stjórnendum. Þegar ljóst var í hvað stefndi varðandi faraldurinn var settur á fót stýrihópur hjá fyrirtækinu sem samanstóð af framkvæmdastjóra mannauðs, framkvæmdastjóra umhverfis-, heilsu- og öryggismála, yfirmanni samskipta og samfélagsmála, framkvæmdastjóra rekstrarþróunar, hjúkrunarfræðingum Fjarðaáls og heilsusérfræðingi Fjarðaáls. Hópurinn fékk það hlutverk að skipuleggja þær aðgerðir sem grípa þurfti til á hverjum tíma til að mæta sóttvarnaraðgerðum vegna COVID og sjá um að miðla þeim til starfsfólks. 

Stærsta aðgerðin sem gripið var til vegna sóttvarna var að breyta um vaktakerfi og hafði það mikil áhrif á framleiðslustarfsmenn fyrirtækisins. Farið var úr 8 tíma vaktakerfi yfir á 12 tíma tímabundið til að mæta sóttvarnarkröfum. Þannig var vakthópum fækkað úr fimm í fjóra til þess að tryggja næga mönnun á vöktum þar sem fólki var ekki leyft að taka auka- og bætivaktir á þessu tímabili. Þessi breyting var gerð 28. mars en þegar talið var að faraldurinn væri á undanhaldi um haustið var skipt aftur yfir í átta tíma kerfi. Fljótlega eftir það kom hin svokallaða þriðja bylgja en í ljósi góðrar stöðu á Austurlandi var ákveðið að breyta ekki vaktakerfinu aftur heldur bíða og sjá til hver þróunin yrði. Sú ákvörðun var tekin eftir samtal við starfsfólk sem var orðið þreytt eftir mikið álag sem fylgdi því að breyta vaktakerfinu. 

Stýrihópur COVID-19 hjá Fjarðaáli átti mjög góð samskipti við fulltrúa sóttvarnarlæknis á Austurlandi og það var gott að geta leitað þangað þegar vafamál komu upp. Eins funduðu fulltrúar hópsins nokkrum sinnum með fulltrúa Almannavarna ásamt fulltrúum frá hinum álverunum til að stilla saman strengi. 

28. febrúar

Fyrstu viðbrögð

 • Stýrihópur skipaður sem metur stöðu og stjórnar aðgerðum.
 • Ferðabann sett á  innan Alcoa .
 • Fundað með Eimskip og Fjarðabyggðarhöfnum um smithættu vegna skipakoma á vegum Fjarðaáls.
5. mars

Undirbúningur hefst

 • Fjarðaþrif eykur þrif innan Fjarðaáls.
 • Fundað með stærstu verktökum sem starfa inna Fjarðaáls. Viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir samrýmdar.  
 • Vinna við viðbragðsáætlun hefst· Framkvæmdastjórn vinnur að neyðaráætlun.
9. mars

Undirbúningur heldur áfram

 • Fundur með sóttvarnalækni Austurlands um stöðuna og aðgerðir Fjarðaáls.
 • Takmörkun á móttöku gesta inn á svæði.
 • TEAMS rás komið upp til þess að miðla
  upplýsingum til starfsman.
11. mars

Fyrstu aðgerðir

 • Starfsmenn í áhættuhópi sendir heim í samráði við heilsugæslu.
 • Sameinginlegum snertiflötum í skrifstofu- byggingum fækkað og þrif aukin á snertiflötum almennt.
 • Sótthreinsandi blautklútum dreift um fyrirtækið á kaffistofur, skrifstofur, stjórnherbergi og í farartæki. Starfsmenn eiga að þvo alla snertifleti fyrir notkun. 
13. mars

Frekari aðgerðir

 • Dagvinnustarfsmenn sem geta unnið heima sendir heim.
 • Inn- og útgangur úr fyrirtækinu aðskilinn til þess að minnka samneyti milli vakta.
 • Áhersla lögð á að tryggja 2m fjarlægð milli starfsmanna  í matsal, kaffistofum, búnings­klefum, á vaktaskiptum og í röðum.
 • Stærri rútur notaðar svo hægt sé að virða 2 m reglu, rútur þrifnar milli vakta og spritt sett í allar rútur.
13. mars

Frekari aðgerðir

 • Breytingar gerðar á mötuneyti, einungis tveir sitja við sama borð, matur skammtaður fyrir starfsmenn, aðgangur takmarkaður og þrif aukin. Borð og stóll þrifið eftir hvern og einn.
 • Aukin aðskilnaður starfstöðva þannig að þau svæði sem geta borðað út á svæði fá mat sendan þangað þar sem matartímum er stýrt til þess að lágmarka smithættu. Þetta á við um starfsmenn steypuskála, skautsmiðju og viðhalds.
 • Allur kvöld- og næturmatur fer út á svæði. 
14. mars

Samkomubann sett á

 • Samkomur með 100 manns eða fleiri bannaðar. 
 • Fjarðaál hefur  þegar stigið þau skref sem þarf til að uppfylla það.
18. mars

Fleiri aðgerðir

 • Rútan klukkan 18 felld niður.
 • Breytingar gerðar á inn/út-stimplun, fólk stimplar sig út á sínu svæði og reikniregla launa rýmkuð. 
23. mars

Samkomubann hert

  Fjarðaál starfar á undanþágu og herðir aðgerðir til þess að uppfylla hana. Til þess að tryggja að ekki séu fleiri en 20 manns saman komnir þá er talið inn í rútur og mötuneyti. Búningsklefar eru þrifnir á vaktskiptum milli vakthópa. 

  28. mars

  Breytingar á vaktakerfi

  Vaktakerfi breytt úr 8 tímum í 12 tíma. Með þessu er bæti-/aukavöktum útrýmt, fækkun ferða til og frá vinnu, og tryggir mönnun og sveigjanleika komi til sýkingar á vinnustaðnum. 

  3. apríl

  Aðskilnaður steypuskála

  Steypuskálinn er algerlega aðskilinn frá öðrum svæðum verksmiðjunnar. Búningsaðstaða útbúin. Inn- og útgangur úr steypuskálanum aðskilinn til þess að minnka samneyti milli vakta.

  Viðbrögð

  Kynjahlutfall og starfsmannavelta

  Hlutfall kvenna hjá fyrirtækinu árið 2020 var 25% samanborið við 23,5% árið 2019 svo það var jákvæð þróun. Markmið fyrirtækisins er að laða fleiri konur til starfa og hafa aðgerðir og markmið tekið mið af því. Hlutfall karla og kvenna er jafnara þegar litið er til sumarstarfsmanna. Fjarðaál hefur ávallt haft það markmið að jafna kynjahlutföll og byggja upp vinnustað þar sem allir fá jöfn tækifæri til að njóta sín og vaxa í starfi. Fyrirtækið hefur haft jafnréttismál í brennidepli til að skapa betri vinnustaðarmenningu sem byggir á jafnrétti og fjölbreytni. Stjórnendur fyrirtækisins eru vakandi fyrir tækifærum til að jafna kynjahlutföll og þegar auglýst er eftir nýju starfsfólki er tekið fram að störf henti fyrir öll kyn.  

  Jafnréttisvísir

  Alcoa Fjarðaál tekur þátt í Jafnréttisvísi Capacent sem ætlað er að meta stöðu jafnréttismála innan fyrirtækisins. Ítarleg greiningarvinna liggur þar að baki og er markmiðið að koma á breytingaverkefnum til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau. Greiningarvinna hófst um miðjan október 2019 með viðtölum við starfsmenn Fjarðaáls og verktaka í álverinu. Ráðgert var að halda fundi með öllum starfsmönnum haustið 2020 en þeim var frestað vegna COVID-19 og fóru fram í byrjun árs 2021. 

  Heilsa og velferð

  Fjarðaáli er annt um heilsu starfsmanna sinna og leggur mikla vinnu í að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma eins og t.d. öndunarfærasjúkdóma, heyrnarskerðingu, húðvandamál og langvarandi stoðkerfissjúkdóma. Á hverju ári er framkvæmdur mikill fjöldi mælinga á t.d. hávaða eða mengun í andrúmslofti starfsmanna, til þess að fylgjast með vinnuumhverfinu og tryggja að starfsmenn séu varðir á þann besta hátt sem völ er á. Þessar mælingar stýra heilsufarsskoðunum starfsmanna sem fara fram á heilsugæslu Fjarðaáls, hvaða varnir starfsmenn þurfa að nota, ásamt umbótastarfi sem hefur það að markmiði að bæta vinnuumhverfi starfsmanna.

  Fjarðaáli er annt um heilsu starfsmanna sinna og leggur mikla vinnu í að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma.

  Samfélagsmarkmið og árangur

  Í kjölfar #metoo bylgjunnar verður lögð áhersla á að bæta vinnu­staðar­menningu Fjarðaáls með jafn­réttismál í forgrunni.

  Haldnir voru fundir um jafnrétti og vinnustaðarmenningu. Viðhorf starfsfólks var kannað og skrifað undir vinnustaðarsáttmála til að tryggja góða vinnustaðarmenningu. Þessu var svo fylgt eftir á starfsmannafundum á markvissan hátt með umbætur að leiðarljósi.

  Gera tilraun með breytingar á vaktakerfi með það að markmiði að auka ánægju starfsmanna með vaktakerfi um 5% frá árinu 2017.

  Vegna gagnrýni á framkvæmd tilraunar var ákveðið að allir vakthópar fengju að taka þátt í nýrri tilraun í byrjun árs 2019. Niðurstöðu er að vænta á árinu 2019.

  Mæla hvort viðeig­andi varnarlög séu til staðar til að tryggja öryggi starfsfólks. Varnarlög verði til staðar í 95% tilfella.

  Góður árangur hefur áunnist í öryggismálum með innleiðingu varnarlaga við áhættusöm störf. Á síðasta ári var mikilvægasta varnarlagið til staðar í 96% tilfella.

  Aukin árvekni og bættar skráningar vegna heilsutengdra einkenna, með vitundarvakningu og þjálfun allra starfsmanna.

  Atvikaskráningakerfi Fjarðaáls var uppfært á árinu til þess að geta betur fylgt eftir heilsutengdum frávikum, og fjöldi slíkra skráninga jókst eftir vitundarvakningu og þjálfun starfsmanna.

  Gera samfélagsábyrgð að hluta kennslu í öllum fögum sem kennd eru á vegum fyrirtæksins í Stóriðjuskóla.

  Samfélagsábyrgð er hluti af mörgum fögum í Stóriðjuskólanum, ekki síst umhverfiskennslunni. Árið 2020 stendur til að endurskoða skipulag skólans og þá verður þetta skoðað betur.

  Innleiddur verður sérstakur hugbúnaður til að styðja enn frekar við innleiðingu á mikilvægasta varnarlaginu.

  Fjarðaál innleiddi á árinu 2019 hugbúnaðinn Forwood sem er sérstaklega hannaður til staðfestingar á því að varnarlög séu til staðar

  Að mikilvægasta varnarlagið (MV) verði til staðar í 95% tilvika í úttektum og tryggt að tengsl á milli slysa og tilvistar MV verði greind.

  Mikilvægasta varnarlagið var til staðar í yfir 95% úttekta sem gerðar voru í doforms. Þessar úttektir verða framvegis gerðar í Forwood hugbúnaðinum með öðrum hætti og þá verður markmiðum breytt.

  Að mældur styrkur óæskilegra lofttegunda í vinnuumhverfi í kerskála lækki um 15% miðað við mælingar á árinu 2018.

  Gekk ekki eftir enda erfitt rekstrarár

  Bjóða öllum starfsmönnum Fjarðaáls upp á fræðslu um ómeðvitaða fordóma

  Staðið, sjá nánar í undir Jafnréttismál

  Halda vinnufundi í anda Jafnréttisvísis Capacent með öllu starfsfólki til að ræða vinnustaðarmenningu.

  Þessu var frestað til ársins 2021 vegna COVID-19.

  Fram fari endurskoðun (Kaizen) á Stjóriðjuskólanum til þess að námið nýtist bæði starfsmönnum og fyrirtækinu betur.

  Þessi vinna hófst árið 2020 en þurfti að fresta vegna COVID-19 og verður lokið á árinu 2021.

  Ljúka fyrsta stigi þjálfunar starfsmanna á úttektarforritinu Forwood. Markmiðið er að 70 starfsmenn verði virkir úttektaraðilar í lok árs 2020.

  Markmiðið stóðst og í árslok voru 80 manns búnir að fá þjálfun í að gera úttektir með Forwood.

  Að auka hlutdeild kvenna í nýráðningum.

  Markmiðið náðist ekki þar sem hlutfall í nýráðningum var 44% árið 2020 samanborið við 45% árið 2019. 

  Mannauðskaflann má finna á bls. 28 – 38.